HÁRIÐ ER GONE

HAIRPERSONAL

Þið sem hafið skoðað þetta blogg vitið ótrúlega vel að ég er mikið með derhúfu. Er hárið mitt að þynnast? Er ég að verða sköllóttur? Er ég með flösu? Veita derhúfur mér einhversskonar ánægju? Finnst mér hárliturinn minn vera rosalega ljótur? Er ég að fela eitthvað?

Svarið er nei, allt að ofanverðu. Ég hef samt fengið flösu, en það var alveg mörgum árum síðan. Frekar traumatík reynsla, gleymi henni seint.

Sannleikurinn er mjög einfaldur, ég er of latur til að nenna gera eitthvað við hárið á mér. Hárið mitt segir algjörlega til um það hvort það ætli að vera ótrúlega fínt og peint þegar ég fer að mjaka allskonar eiturefnum í það eða hvort það hreinlega henti ekki og ég enda með píkuskiptingu og hárklumpa sem standa uppí loftið.

Þá er derhúfa svarið!

Ég ákvað að flýja vandamál mitt eins og ég á til með að gera .. og raka af mér hárið.

mai1 maí2 mai4

Korter í duckface á þessari mynd, sorrí með mig. Stundum ræð ég ekki við vöðva andlitsins og þeir bara ganga hílt amokk.

HÁR GONE

En já, fokkken næææææssss! Ég hef eytt vandræðalega miklum tíma að strjúka á mér hausinn og fá hroll niður hrygginn. Voða gott.

REYKJAVIK SPORT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Theodóra Mjöll

    5. May 2014

    HOT STUFF!!!!