fbpx

ÍSLANDSTÚR & MAMMA 50 ÁRA.

ÍSLANDPERSONALYNDISLEGT

Já, seint er aldeilis betra en aldrei.

En ég átti svo fáranlega góðan túr til Íslands í lok febrúar. Elsku mamma mín varð fimmtug og við fjölskyldan komum öll saman í Reykjavík og áttum eiginlega of dásamlegan tíma. Dagný systir var langt kominn í hennar fyrstu meðgöngu sem auðvitað dramatíski ég var að fara að tryllast yfir.

Ferðin einkenndist af spennandi fundum, skemmtilegum verkefnum, öllum yndislegu og ómetanlegu vinum mínum. Það er hreinlega ekki hægt að setja prís á svona gleði.

Ég er sem betur fer að darölla mér aftur uppí flugvél og koma heim eftir aðeins örfáa daga.

3

Í tilefni stórafmælisins þá gerðum við familían heimagerða bók – sem hitti bæði í mark og hjartastað. Einnig mál sjá fína hálsmenið frá Georg Jensen sem hún fékk frá okkur systkinunum.

4

Þarna voru þau verðandi foreldrar, en í dag eru þau foreldrar. Ég er ennþá að koma mér niður á jörðina eftir að systir mín fæddi fullkomið stúlkubarn, svo já, meira um það seinna.

5

Við familían fórum á Hótel Selfoss saman sem var of næs. Borðuðum á Riverside veitingarstaðnum sem var eiginlega hlægilega góður matur. Ég hefði auðveldlega getað gólað, lepjað diskinn minn og urrað úr matargleði. Forrétturinn var grafin önd og aaaanskotinn ..

6

Bláberjalambið var fullkomnun – ég hef aldrei borðað lambakjöt hér í Köben (því ég held að það sé ekki til hérna, ég veit ekki einu sinni hvort það séu kindur hérna), svo já. Ég held samt að ég hafi reyndar lepjað diskinn á einhverjum tímapunkti á meðan ég hámaði þetta í mig, og pantaði auka sósu tvisvar, mmmmhmm.

7

Fallegt útsýni úr herbergisglugganum.

8

Það er ómögulegt að lýsa því hversu mikið ég met yndislegu fjölskylduna mína.

mamma

Mamma lenti í skemmtilegum uppákomum, meðal annars Brunch á VOX með öllum gömlu vinkonunum og fjölskyldu. Mega gaman! Ég stoppaði myndatöku til að verða vitni af þessu, wwwwuuurthiiiiit. Dásamlegt.

mamma2

Það er erfitt að finna eins fallega, einlæga og hjartahlýja konu og þessa hérna.

urdur

Urður systir að vera sæt.

IMG_0082

Ókei það er algjör óþarfi fyrir mig að fara eitthvað nánar útí þetta. Þvílík fffffríkuð snilld. Ég átti eldgamlan Iphone 4, komst ekki lengur inná Snapchat, og að opna símann tók yfir 2 sekúndur.

IMG_0085

Æsku og gullvinkona mín var einn besti partur af Íslands túrnum.

IMG_0092

Var bullandi og frussandi tregur að sætta mig við að segja bæ við familíuna og vinina til að fara aftur til Köben í skrýtið drykkjarvatn, kvartandi dani, rúgbrauðið og afteilar sem eru planaðir of langt fram í tímann.

IMG_0142

Riverside Spa á Hótel Selfoss var eitt af toppurinn á árinu mínu hingað til.

Án gríns, fariði á Hótel Selfoss í spa, og borða, og knúsa hvert annað í fáranlega þæginlegum rúmmum.

ÞEIR FRÆGU Á COACHELLA.

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Guðrún

    15. April 2014

    Mæli með að þú prufir lambakjöt frá Nýja-Sjálandi eða Chile í DK.. það fæst í Fötex, oft á tilboði. Mjög gott!! Skemmtilegur túr annars :) Til hamingju með fallegu mömmu þína :)