Um daginn gladdi mig meill – í honum stóð að ég væri með flott hár.
Ef þessi indæli aðili bara vissi hvað ég hef bölvað hár mitt oft. Á sama tíma gerði hann alveg daginn minn, þetta var smá kinnhestur því ég fór svolítið að velta þessu fyrir mér og ég fattaði þá, ókei, ég er bara með ágætt hár. Afhverju er ég að kvarta? Það er bara fínt, og enn skemmtilegra ef einhver hefur hugsað útí það.
En já, svo núna er hárið á mér komið í hóp þeirra eiginleika sem ég kann að meta við sjálfan mig. Þar má einnig finna, eyrun mín, naflann minn og skeggrótina mína. Hvað er ég að segja frá þessu? Allavega ..
Afþví ég finn hjá Elite Model Management, þá eru allskonar fríðindi sem ég get nýtt mér (sem ég geri alls ekki samt) og eitt af þeim er Moroccan Oil, set það í hárið á mér kannski einu sinni í viku. Ég veit ekki einu sinni hvað það gerir fyrir hárið, ég geri það bara því einhver þarf að klára þessar túpur.
Mín rútína er einföld ..
Mjaka svona d:fi í hárið og mjög laust í hárið og ekki of mikið á hendurnar svo hárið sé komið nokkuð upp, og passa að hárið á hliðunum sé svona niður. Einmitt ..
Hárlakk er ggggjörsamlega krúsjal í mínum húsum og mér þykir skrýtið að hárið á mér sé ekki að brotna, grána eða hreinlega detta af, af ofnotkun en ég set alltaf hárlakk þannig að hárið sé ennþá flexible, svo þegar það þornar þá helst það svo skemmtilega uppi.
Þá fæ ég ssssssvona look:
Ein brútal selfie, jebb.
Alveg hreint ..
Skrifa Innlegg