Jú, Instagram keyrir áfram á góðu róli. Ég er eflaust ekki sá eini sem tel instagram vera hreinlega bara frekar góðan part af daglegu rútínunni. Ég er reyndar að skemmta mér enn betur eftir að ég fékk nýja símann minn, what an upgrade!
En jæja, hér er það sem er búið að vera í gangi hérna síðustu tvo mánuði eða svo ..
Systur mínar komu í heimsókn og var alveg dásamlegt að fá þær. Ég og Urður skelltum okkur á lokapartý Copenhagen Fashion Week á Skt Petri hótelinu hér í Köben. LITTLE DID WE KNOW .. að þarna biðu okkar margra lítra vodkaflöskur og Red Bull. Ég drakk ekki mikið af þessu, ég var bara góði gæinn sem bauð öllum í drykki. Mjög skemmtilegt kvöld!
Ég og Kristjana vinkona fluttum saman til Kaupmannahafnar haustið 2012 – loksins er hún komin aftur! Einstök.
Á Valentínusardaginn kom ég heim og þetta beið mín. Ég er heppinn með mann, það er alveg á hreinu.
Ég fór á James Arthur með yfirmanninum mínum og dreptu mig hvað hann er góður. Ég elska þennan söngvara. Þið sem ekki hafið verið að hlusta á hann, þið eruð að missa af heilmiklu.
Mood fjölskyldan góða, besta og skemmtilegasta sem ég geri.
Tom Yum Gai súpa á Ban Thai með elsku Tinnu.
Þessi yndislega vinkona er gjörsamlega gerð úr demöntum. Hún gaf mér þak yfir höfuð, hjálpaði mér frá A-Ö þegar ég var á landinu. Stórkostleg.
Eruði að æla úr sjálfsmyndum? Það er auðvelt að útskýra þetta. “Mono” effectinn á myndavélinni á Iphone5, ÉG ÞARF EKKI AÐ SEGJA MEIRA.
Vorið er semsagt komið í Köben, þarna sat ég á Nyhavn að borða hádegismatinn minn, ljúft!
Vorið komið, svona stökk ég út og varð ekki einu sinni kalt. mmmmhmm ..
Þarf ég að endurtaka þetta? Vorið er komið og þarna er mér heitt að borða epli.
Sirkus Arena lenti í Köben og okkur Kasper var boðið á frumsýninguna. Very nice.
Instagrammið mitt er @helgiomarsson fyrir áhugasama.
Skrifa Innlegg