fbpx

MEST LESNU FÆRSLURNAR // 2016

Hitt og þetta

Það er alltaf gaman að líta yfir liðið ár og sjá hvað stóð upp úr og er ég þar engin undantekning. Í gær tók ég mig til og renndi í gegnum allar færslurnar sem ég skrifaði á síðasta ári og eru þær ófáar… ég hef mjög gaman af því að sjá svart á hvítu hvaða færslur það eru sem eru best lesnar og get út frá þessum tölum séð nokkuð vel hvað þið viljið lesa um og hvað ekki þó svo að ég fylgi bara mínu hjarta hvað varðar “ritstjórnarstefnu” hér inni (hóst) ég er ekki með neina fasta stefnu:) Það eru nánast allar færslurnar mínar mjög vel lesnar og er nokkuð jafn lestur yfir allt árið sem gleður mig mikið. En þó koma inn á milli færslur sem er deilt óvenju oft og verða þar af leiðandi gífurlega vel lesnar, hér að neðan má sjá nokkrar þeirra að undanskildum gjafaleikjum sem slá alltaf rækilega í gegn.

9a9fb5ee52a7e53ce44fd1fa0f4e1926390f32b9-620x413

Mest lesna færslan árið 2016 “Tjúlluð íbúð í Naustahverfi Reykjavíkur” kom mér ekki mikið á óvart en það voru fasteignarsölumyndir af einni skemmtilegustu og fallegustu íbúð sem ég hef séð. Mæli svo sannarlega með að kíkja aftur á þessa færslu fyrir brjálaðan heimilis-innblástur!

d3d9559624f3f6f5f8d26f7a637c46186045da57-620x413

“Fallegasta baðherbergi Íslands” varð einnig ein mest lesna færslan og skal sko engan undra enda fallegasta baðherbergi sem ég hef nokkurn tímann séð. Á þessu heimili býr innanhússarkitektinn Katrín Ísfeld og að sjálfsögðu hannaði hún baðherbergið sitt sjálf og var útkoman stórglæsileg!

12745741_1283071921706763_8301819837149587180_n-620x930

Ég virðist hafa það fyrir venju að lenda reglulega í einhverri vitleysu og sló ég öll met árið 2016 með Vitleysa dagsins: Lego geymsluhaus sem þið flest lásuð um og gátuð hlegið með mér. Í hitti fyrra þá gerði ég svipuð kaup á Montana hillu sem hægt er að lesa um hér – hlakka til að sjá hvað 2017 færir mér haha.

screen-shot-2016-08-29-at-14-15-33

Fröken Þórunn Högnadóttir virðist hafa eitthvað einstakt aðdráttarafl því allt sem ég hef skrifað um hana ratar beina leið á topplistann! “Skírnarveislan hjá Þórunni Högna” var uppfull af góðum hugmyndum og féll því vel í kramið.

12888687_10154091385734510_3849225879515508345_o-620x930

Við fengum að fylgjast með vinum mínum þeim Örnu og Sigvalda gera upp sína fyrstu íbúð og fengu allar færslurnar gífurlega mikinn lestur og áhuga, greinilega eitthvað sem ég má gera meira af:) Þau Arna og Sigvaldi er með sér “tagg” hér á blogginu og má því lesa allar færslurnar þeirra hér. 

screen-shot-2017-01-03-at-15-32-26

Ég og Ikea eigum í sérstöku ástarsambandi og ég veit að þið flest deilið Ikea áhuga mínum, ég held ótrauð áfram að kynna fyrir ykkur spennandi samstörf eða snilldar Ikea Hacks – ég sé vel að þið kunnið að meta slíkt og rataði m.a. færslan “IKEA SVARTAN: Óskalistinn” á topplistann.

screen-shot-2017-01-03-at-15-36-31

“Tips & trix” er ein af þessum færslum sem mig langar til að gera meira af og var færslan “Tips & trix fyrir eldhúsið” mjög vel lesin. Það fer vissulega mikil vinna í svona langar færslur en þegar uppi er staðið þá eru þær langskemmtilegastar til að líta á aftur og aftur.

eldhus-620x448

marni-kitchenwide

“Hvað er svona merkilegt við Aalto vasann” var að sjálfsögðu vel lesin enda erum við Iittala þjóð með meiru, við elskum að safna Iittala vörum og elskum einnig að lesa um fréttir og fróðleik frá þessu ástsæla finnska hönnunarmerki. Ég mæli með að lesa færsluna ef hún fór framhjá þér á sínum tíma, sagan á bakvið Aalto vasann fræga er nefnilega mjög áhugaverð!

screen-shot-2017-01-03-at-15-46-46

Síðast en ekki síst þá varð færslan “Fyrsta snapchat innlitið” strax rosalega vel lesin, þrátt fyrir að hafa aðeins verið skrifuð fyrir nokkrum vikum síðan. Svartahvitu snappið hefur nánast eignast sitt eigið líf þrátt fyrir að ég sé enn að reyna að koma mér í gírinn að sjást þar reglulega, ég er eins og ég hef áður komið inn á mjög snortin yfir viðbrögðunum sem ég hef fengið á þessum nýja vettvangi og hlakka mikið til að kanna þennan vettvang betur. Fyrsta snapchat innlit ársins er einnig væntanlegt.

15681823_10155567451453332_1043120347_o-620x1102

Takk fyrir mig 2016 ! Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað 2017 færir mér !

P.s. svona í tilefni þess að ég var að taka saman best lesnu færslurnar þá megið þið endilega skilja eftir handa mér línu með tipsum um hvað þið viljið sjá meira af eða jafnvel bara hvað ykkur þykir skemmtilegast að lesa um. Er opin fyrir öllum hugmyndum og kann alltaf rosalega vel að meta þegar þið skiljið eftir orð.

x Svana

svartahvitu-snapp2-1

SÍÐASTA INNLIT ÁRSINS // ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Halla

  4. January 2017

  Þakka skemmtilega pistla á nýliðnu ári. Hlakka til að fylgjast með á því nýja.
  Kveðja Halla

 2. Lilja

  10. January 2017

  Kom einhvern tímann mynd af Montana Hillunni? :)

  • Svart á Hvítu

   11. January 2017

   Hmmm góð spurning… ekki svo ég muni? Þyrfti kannski bara að taka hilluna fyrir og sýna á snapchat:) haha – hún er hrikaleg btw!