fbpx

SKÍRNARVEISLAN HJÁ ÞÓRUNNI HÖGNA

DIYHugmyndir

Þið kannist eflaust flest við Þórunni Högna, ritstýru Home Magazine og fagurkeri mikill en hún er einnig algjör drottning þegar kemur að skreytingum og dúlleríi fyrir heimilið. Fyrir nokkrum dögum síðan hélt Þórunn skírnarveislu fyrir dóttur sína sem hlaut fallega nafnið Leah Mist og það kom engum á óvart sem kannast við Þórunni að hún fór alla leið með skreytingarnar. Veislan var hin glæsilegasta og ég fékk að deila með ykkur nokkrum myndum sem gefa svo sannarlega góðar hugmyndir fyrir þá sem eru í veisluhugleiðingum.

12887267_10154086040814510_1553648086_o

Segðu okkur aðeins frá undirbúningnum fyrir skírnina, varstu með þema? Undirbúningurinn hófst fyrir svona 3 mánuðum, ég skoðaði mikið Pinterest og fékk m.a. hugmyndir þaðan. Þemað var gull og bleikt.

12899380_10154086040284510_630671415_o

Gerðir þú sjálf allar skreytingarnar? Já, ég gerði nánast allt sjálf. Ég lét t.d. prenta litlar myndir af henni í Pixel, sem ég setti svo á grein ásamt öðru dúlleríi, keypti allskonar skraut í Söstrene, eins og glimmerstafi sem ég setti á lítil hvít merkispjöld með nafninu hennar og hengdi upp með bleikum silkiborða. Krukkuna fyrir rörin gerði ég með föndurlími og glimmeri, mjög einfalt. Ég setti svo gullgarn utan um öll kerti og batt bleikar slaufur á kertastjkana, setti svo hvítar fjaðrir á greinina í hvíta vasanum ásamt myndum af henni. Dúskaskrautið, rörin, servíetturnar og diskana með nafninu hennar pantaði ég.

12914879_10154086041474510_701809617_o 12903950_10154091426759510_1254687813_o

12919553_10154086041584510_1198138294_o

“Blöðrurnar eru frá Partýbúðinni en gull doppulímmiðana fékk ég líka í Söstrene, pappaglösin eru frá Allt í köku. Svo fannst mér algjört möst að hafa bleika miða á kókflöskunum, Vörumerking gerði miðana og svo setti ég slaufu og bleikan stein á Kristal flöskur.”

12914868_10154086041304510_2041632869_o

Ef þú horfir til baka, hefðir þú viljað gera eitthvað öðruvísi? Ég er bara nokkuð sátt við veisluna, auðvitað er alltaf eitthvað sem ég hefði viljað gera öðruvisi, en ég geri bara betur næst, er byrjuð að hugsa um 1 árs afmælið hennar sem er í Nóvember…..hef nokkra mánuði til að undirbúa það. 

Lumar þú á ráði handa þeim sem eru að undirbúa veislu, hvað er gott að hafa í huga varðandi skreytingar? Það er hægt að gera svo mikið sjálfur þegar kemur að skreytingum, og þá líka verða skreytingarnar persónulegri. Svo er orðið svo mikið úrval í boði af allskonar fallegu skreytingardóti, skoðið myndir og notið hugmyndaflugið. Ég er t.d byrjuð að safna mér litlum flöskum (happ drykkir) sem ég ætla skreyta og nota í afmælinu hennar.

12888687_10154091385734510_3849225879515508345_o

Leggur þú almennt mikla áherslu á skreytingar þegar þú heldur boð? Fjölskyldumeðlimum finnst ég oft aðeins of ýkt þegar kemur að veislum, bæði þegar kemur að veitingum og skreytingum. En mér finnst þetta alveg ofboðslega gaman og eitt það skemmtilegasta sem ég geri, hef verið langt fram á nótt að föndra eitthhvað. Væri til í að eiga auka bílskúr eða herbergi fyrir allt skrautið og föndurdótið mitt.

12899377_10154086038424510_314792537_o

Hver gerði fallegu kökuna? Snillingurinn sem gerði kökuna heitir Ásdís Geirsdóttir, hana má finna á facebook. Mágkonan mín gerði æðislega kökupinna, og þær hjá 17 Sortir gerðu bollakökurnar. Tengdaforeldrar mínir gerðu svo rice krispís tertuna. Pallíettuefnið sem notað er sem dúk er frá Twill.

Hvernig veitingar voru í veislunni? Ég var með bæði snittur og heita rétti ásamt nokkrum gerðum af marens tertum.

12894403_10154086041744510_1689319550_o

Hvíti stafabannerinn er frá Petit.

Virkilega vel heppnuð veisla hjá Þórunni og persónuleg, og þvílíkur hafsjór af hugmyndum fyrir veislur:) Mér sjálfri þykir mjög gaman að skreyta fyrir svona veislur, hér má t.d. sjá gamla færslu þar sem ég dekkaði fermingarborð hér heima. Eins og Þórunn nefnir þá er frábær leið til að finna góðar hugmyndir að skoða Pinterest en ég er ekki frá því að það sé nóg af hugmyndum að sjá í myndasafninu hér að ofan. Takk fyrir spjallið Þórunn!

P.s. Ég minni á gjafaleikinn þar sem hægt er að næla sér í Bang & Olufsen A2 þráðlausan hátalara, allir geta skráð sig í pottinn, en dregið verður út fyrir lok dagsins í dag.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

PÁSKAFÖNDUR DAGSINS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Jóna Kristín

    30. March 2016

    Vá! Þetta er ein smekkeg mamma – Skemmtileg færsla með flottum hugmyndum!