fbpx

PÁSKAFÖNDUR DAGSINS

DIYFyrir heimilið

Erum við ekki pottþétt öll í fríi í dag? Hvað er þá meira tilvalið en að föndra páskaskraut með vinum eða fjölskyldu. Ég er nú þegar komin með túlípana í vasa og gular páskagreinar og er því hálfnuð með páskaskreytingarnar í ár sem eru almennt frekar lágstemmdar á mínu heimili, en það vantar enn allt skrautið á greinarnar. Ég hef verið frekar öflug að pinna páskaskrautsmyndir á Pinterestinu mínu og hér að neðan eru nokkrar vel valdar. Ég verð reyndar að viðurkenna að mig langar mikið til að eignast alvöru páskaskraut svona ens og allir leikskólakrakkar fá að gera, ætli það verði ekki planið mitt í fríinu að leyfa syni mínum að leika sér aðeins með eggjabakka, málningu og fjaðrir:)

Þið ættuð ekki að vera í vandræðum með hugmyndir hvernig hægt er að skreyta páskaeggin (þessi án súkkulaðis) ef þið skoðið myndirnar hér að ofan, fullt af sniðugum hugmyndum og nokkrar sem ég ætla klárlega að gera sjálf. Svo er líka aldrei slæm hugmynd að baka köku á frídögum sem þessum og þá er páskakaka eins og á síðustu myndinni tilvalin….

Vonandi verður páskafríið ykkar æðislegt! P.s. rétt upp hönd sem er búin/n að opna páskaeggið sitt:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

EF ÉG VÆRI AÐ FERMAST....

Skrifa Innlegg