fbpx

EF ÉG VÆRI AÐ FERMAST….

HugmyndirÓskalistinn

Ég verð að viðurkenna að mér líður smá eins og gamalli geit þegar ég hugsa til þess hvað það er langt síðan að ég fermdist, jú það eru nefnilega komin 17 ár síðan. Ég man þó vel eftir gjöfunum sem voru allar mjög fallegar og sumar þeirra á ég enn í dag, ég er alveg á þeirri skoðun að það eigi að gefa gæði á svona tilefnum og eigulega hluti sem geta elst með fermingarbarninu, þá er alltaf vinsælt að gefa hluti fyrir herbergið. Á þessum aldri er maður orðinn dálítill unglingur og vill því hafa flott í kringum sig og ekkert barnalegt dót takk, ég hef fengið töluvert af fyrirspurnum varðandi fermingargjafir. Með það í huga að það séu svona mörg ár á milli mín og þeirra sem eru að fermast þá verð ég hreinlega að gera listann út frá sjálfri mér og hvað ég gæti hugsað mér í gjöf væri ég að fermast. Ég man að ég eignaðist nánast nýtt herbergi eftir fermingarveisluna mína, vá hvað það var gaman, nýtt rúm, græjur, lava lampi og svo margt fleira. – Það þarf að endurvekja lava lampana, þeir voru flottir:)

ferming2

1. Plaköt til að skreyta vegginn eru tilvalin í unglingaherbergi, þetta er frá Reykjavík Posters, fæst m.a. í Epal, Hrím og Snúrunni.// 2. Vasi frá Finnsdóttir, Snúran. // 3. DIY stafalampi, Petit. // 4. Muuto Dots snagar, Epal. // 5. Töff demantaljós, Rökkurrós. // 6. Bleikur gærupúði frá Further North, Snúran. // 7. Þráðlaus heyrnatól frá Bang & Olufsen. // 8. Fallegt hálsmen frá Octagon, hannað af vinkonu minni, gullsmiðnum henni Thelmu Rún, líka til gullhúðað.//

Ef að ég væri að fermast í dag þá fengu þessir hlutir að sitja á óskalistanum mínum:) Mig langar að prófa að “klukka” sambloggara mína með “ef ég væri að fermast” færslu, kemur í ljós hver þeirra verður fyrstur að taka áskoruninni.

P.s. Ég minni á gjafaleikinn þar sem hægt er að næla sér í Bang & Olufsen A2 þráðlausan hátalara, allir geta skráð sig í pottinn en dregið verður út eftir páska.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

♡ BRIDGET JONES 3

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Eva

    26. March 2016

    Hæ hæ

    Veistu á hvað gæru pùðin er, Finn hann ekki inn á heimasìðunni hjá þeim