fbpx

FERMINGARHUGMYNDIR

DIYHugmyndirPersónulegt

Fermingarblað Fréttablaðsins fylgdi með blaðinu í dag og ég var fengin til að sýna nokkrar hugmyndir. Ég sjálf kem ekki til með að ferma fyrr en eftir 14 ár og hef engin barnaafmæli haldið ennþá svo þetta var bara ágætis æfing fyrir það sem koma skal:) Ég tók sjálf nokkrar myndir til að birta hér til að fleiri geti notið hugmyndanna.

IMG_2418

Ég vildi halda þessu í mínum stíl og því eru helstu litirnir svartur og hvítur en svo gera doppur bara allt svo mikið skemmtilegra og því dró ég upp bleika doppótta dúkinn minn.
Fermingarveislur og aðrar stærri veislur eiga það til að vera of hefðbundnar fyrir minn smekk og því til að keyra stuðið upp í þessari veislu þá bætti ég við ljósaseríu og partýveifu ásamt því að föndra pappírsdúska úr kreppappír sem ég hengdi upp á band í gluggann.

IMG_2425

Dásamlega systir mín skreytti rósakökuna fyrir mig, mér fannst vanta einhvern lit á veisluborðið:)

IMG_2420

Það er skemmtileg hugmynd að nota stafabolla frá Design Letter og mynda nafn fermingarbarnsins eða nota önnur skemmtileg orð og hafa á veisluborðinu.

IMG_2424

Lakkrísinn frá Lakrids by Johan Bulow var að sjálfsögðu ómissandi á borðið, bæði eru kúlurnar flottar sem borðskraut en líka mjög góðar.

IMG_2421

Mér finnst mjög skemmtileg hugmynd að merkja Coke glerflöskur til að setja persónulegan svip á veisluna, “Njóttu Coke með Bjarti” stendur á mínum, en það eru flöskur sem ég átti til í afgang frá skírnarveislunni hans Bjarts en miðana útbjó ég með Photoshop. Doppóttu servíetturnar eru eftir Ingibjörgu Hönnu og fást t.d. í Epal.

IMG_2427

Bleik og doppótt pappírsrör.

IMG_2419

Fínu pappírsdúskanir sem mig hefur lengi langað til að föndra eftir að hafa pinnað þá nokkrum sinnum á Pinterest. Þeir eru þó tímafrekari en ég hafði gert ráð fyrir og ég verð nú að gefa móðir minni credit fyrir að hafa setið hjá mér heilt kvöld og hjálpað mér að föndra:)

Vinir mínir í Epal voru svo elskulegir að lána mér Design Letter bollana, því eðlilega á ég ekki bollasett sem stafar ‘ferming’! Ljósaseríuna keypti ég upphaflega í Bauhaus en þær eru uppseldar þar og hafa verið lengi, en ég hef séð samskonar á Aliexpress á góðu verði. Pappírskúlurnar á gólfinu fékk ég fyrir nokkru síðan í pappírsdeildinni í Ikea en það er alveg hrikalega skemmtileg deild ef hún hefur farið framhjá ykkur!

Vonandi gefur þetta einhverjum ykkar góðar hugmyndir.

Skemmtilegt frá að segja að ég sagði upphaflega nei takk við þessari bón að skreyta fermingarborð. En eitt af áramótaheitunum mínum sem ég hef sagt ykkur frá áður var t.d. að segja oftar já við tækifærum og hætta þessum sviðsskrekk og feimni. Því hafði ég samband við blaðakonuna aftur og ákvað að skella mér í þetta, og hafði svo bara nokkuð gaman af:)

x Svana

FÖSTUDAGSKAKAN OG DOPPÓTTUR DÚKUR

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

  1. Anna

    28. February 2015

    hvaðan er bleiki dúkurinn? :) annars mjög fínt hjá þér!

    • Svart á Hvítu

      28. February 2015

      Hann er frá HAY og ég keypti hann um jólin í Epal, ætti að vera ennþá til:)

  2. Stefanía

    28. February 2015

    Hvar keyptir þú efni í pappírsdúskana? Ég hef einmitt oft séð þá á pinterest og hugsað mér að gera svona.

    • Svart á Hvítu

      28. February 2015

      Kreppappírinn (músastigapappír) fékk ég í A4, en efnið í gylltu glansandi dúskana klippti ég af einhverju skrauti úr Partýbúðinni:)

  3. Soffia

    28. February 2015

    Glæsilegt!

    Til lukku með þetta :)

  4. Elísabet Gunnars

    1. March 2015

    Þú ert svo mikill snillingur! Klárust og flottust þessi Svana á Svart á Hvítu. Ég viildi að ég væri að fara að ferma … það kemur að því.

  5. Rakel

    1. March 2015

    Snillingur!! Frábært áramótaheit og ég er stolt af þér að standa við það!

  6. Íris Tanja

    1. March 2015

    Heyrðu ég er alltaf að spá í það hvar þú fékkst gullvasann þinn en gleymi því alltaf og sá glitta í hann á einni myndinni og mundi þá eftir að spyrja þig, oooog svo er það serían, hvar fær maður svona grófa svarta seríu með stórum perum eða perustæðum?:) Annars mjög töff “fermingarveisla” hjá þér, finnst reyndar allt flott á blogginu þínu svo það var ekkert sjokkerandi;)

  7. Tinna

    1. March 2015

    Ekkert smá flott hjá þér þú ættir að gera meira af þessu :)

  8. Agla

    2. March 2015

    Snillingur ;) gaman að koma í kökuafganga!

  9. vala

    4. March 2015

    skemtilegt! hvaðan er skálin undir poppið? hún er æði

    • Svart á Hvítu

      4. March 2015

      Skálin er úr Kubus línunni og er úr Epal:) Til minni líka!

  10. Unnur

    9. March 2015

    Áttu nokkuð til sniðmátið fyrir kókflöskurnar? Er algjör klaufi á Photoshop en langar svo að prófa mig áfram með svona :-)