fbpx

INNLIT HJÁ ÖRNU & SIGVALDA

DIYHeimili

Áfram höldum við að fylgjast með þeim Örnu og Sigvalda sem eru á fullu að standsetja fyrstu íbúðina sína, þau eru nú þegar búin að taka baðherbergið í gegn, skipta um gólfefni fyrir glæsilegt parket og eru núna búin að koma stofunni í flott stand með nýjum sófakaupum og svartmáluðum gluggakörmum. Miðað við lestrartölurnar á þessum færslum þar sem ég hef sýnt frá þessu ferli þá virðist vera alveg gífurlegur áhugi fyrir svona efni og þessvegna ákvað ég að taka stöðuna á þeim enn einu sinni:)

IMG_0896

Jæja Arna segðu okkur núna hvað er nýtt að frétta af heimilinu? Það er helst að stofan er orðin tilbúin, eftir að hafa tekið niður vegginn inní eldhúsi þá voru við komin með mjög stórt og opið rými miðað við hvernig þetta var allt áður og eftir að hafa málað og sett glæsilega parketið okkar var íbúðin björt og hlýleg. Með því að hafa ljósa parketið gátum við leikið okkur frekar með dekkri liti í húsgögnum og vildum við því einhvern fallegan en þægilegan sófa í stofuna því við erum jú ekki með sér sjónarpshol í íbúðinni.

Við þurftum því að leita af frekar stórum sófa sem væri samt snyrtilegur og þægilegur til að liggja í. Við fórum í milljón verslanir og skoðuðum allt milli himins og jarðar. Vinkona mín benti mér á að kíkja í Pier því hún átti sófa þaðan sem hún sagði að væri uppáhalds húsgagnið sitt heima hjá sér. Leið okkar lá því í Pier og vorum við ofsalega heppin með afgreiðslustelpu sem sökk sér alveg í það með okkur í pælingum og útfærslu, mér leið í smá stund eins og hún væri líka að kaupa sófann með okkur sem var góð tilfinning:) Sófinn sem við völdum heitir Polo en hann passar svo ótrúlega vel heima því hann er með 2 tungum svo hann lokar pínulítið af rýmið en ekki þannig að það minnki neitt rýmið. Við getum því núna tekið vel á móti gestum án þess að allir sitji ofaní hvor öðrum og svo fá allir sitt pláss til að horfa á sjónvarpið. Við völdum dökkgrátt áklæði aðalega upp á þrif og fleira að gera en við fengum fljótt áskorun með þann part þegar nágrannaköttur skreið inn eina nóttina og hafði það huggulegt í sófanum og skyldi eftir hálfan feldinn og skítug fótspor um sófann hahaha … sem betur fer var auðvelt að ná þessu úr með blautri tusku og smá sápu:)

 3

Hvað kom til að þið máluðuð gluggakarmana svarta? Þeir voru hvítir, en eftir að rýmið opnaði svona mikið langaði okkur að gera eitthvað öðruvísi við gluggana. Ég lá á Pinterest og rambaði þar á íbúð sem var með svörtum gluggakörmum og þá var ekki aftur snúið. Þetta var auðvitað smá áhætta að mála svart því ef þetta hefði misheppnast þá tekur um 3-4 umferðir að ná aftur hvíta litnum. En sem betur fer erum við rosalega ánægð með gluggana og finnst þeir skerpa smá heildarlúkkið í þessu rými, gera hana aðeins meira kósý og öðruvísi.

41

Diskarnir á veggnum er örugglega uppáhalds “hornið” mitt í stofunni. Báðar ömmur mínar voru með þessa diska heima hjá sér þegar ég var lítil og var ég alltaf að spá í þeim og hafa þeir því mikið tilfinningalegt gildi hjá mér. Við vildum ekki alveg fara í það að raða þeim eins og ömmur mínar gerðu og örugglega fleiri á þeim tíma (í beinni línu efst á veggnum) og var því farið í rannsóknarvinnu á Pinterest að sjálfsögðu. Við skoðuðum nokkar útgáfur sem við vorum sammála um og prófuðum að raða eins og eftir okkar höfði með þvi að teikna diskana á pappír og þá líma pappírinn á veginn til þess að finna út hvað okkur fannst flottast. Litirnir í diskunum gera mikið fyrir íbúðina en við vorum svolítið dottin í svart, hvítt og grátt og kemur þá þessi blái rosalega vel með sem “auka” litur og erum við því núna að skoða fleiri bláa hluti til að setja inná heimilið til að tóna við vegginn.

IMG_0898

Vegna fyrirspurna um parketið þá læt ég fylgja með aftur upplýsingar um það:

Hvaðan er parketið? Við vorum bæði mest skotin í parketum frá Birgisson en þau eru með ekkert smá mikið úrval af parketum og í öllum verðflokkum. Um leið og við gengum inn var tekið vel á móti okkur og fengum góða fræðslu um hvernig parket við ættum að skoða útfrá okkar aðstæðum, en við vildum einmitt parket sem við gætum sett á alla íbúðina og líka inn í eldhús. Útfrá því fór starfsmaðurinn með okkur yfir svona helstu staðreyndir um þau parket sem við vorum búin að gjóa augum að sem var mjög þægilegt þar sem við vissum lítið sem ekkert um þetta.

Hvað fannst þér mikilvægt að hafa í huga við valið? Parketið sem við völdum okkur var á viðráðanlegu verði en samt svo fallegt og tók það okkur ekki langan tíma að staðfesta kaup á því. Parketið er s.s 10mm harðparket og heitir Vermont Oak White, en þetta er glæsilegt alhvíttað eikarlíki. Okkur fannst skipta máli að hafa parket sem myndi endast vel og ekki rispast auðveldlega en við erum stundum með fósturhundinn okkar hana Birnu og viljum geta leikið við hana án þess að vera að stressast með gólfið.


2

Stofan er orðin hin glæsilegasta og ég er ekki frá því að þau eigi skilið smá pásu frá framkvæmdunum áður en ráðist verður í eldhúsframkvæmdir en það er víst næst á dagskrá! Efst í færslunni er að finna linka yfir í færslurnar sem sýna allt ferlið og myndir af íbúðinni fyrir framkvæmdir. Ef ykkur líkar við svona verkefni þá megið þið endilega smella á like hnappinn hér að neðan, ég er nefnilega að fylgjast með annari vinkonu minni taka baðherbergið sitt í gegn á ódýran og “auðveldan” hátt:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

GRÁTT & GORDJÖSS

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

12 Skilaboð

  1. Fjóla

    19. April 2016

    Hvaðan er stofuborðið?

    • ARna

      19. April 2016

      Það er úr IKEA :D

  2. Anonymous

    19. April 2016

    Vá hvað þetta er vel heppnað hjá ykkur, til hamingju með þessa flottu íbúð. Má koma með smá tillögu?

    • Svart á Hvítu

      20. April 2016

      Þú mátt alveg mjög líklega koma með tillögu fyrir þau:)

  3. Lára

    20. April 2016

    Ótrúlega gaman að fylgjast með og flott að sjá hvað parketið setur mikinn svip á íbúðina :)

  4. Sunneva

    20. April 2016

    ú geggjað… er einmitt að taka allt í gegn hér heima. Er einhver séns að þú vitir hvað svona parket kosti?
    P.s. á svona sófa sjálf og fíla hann í tætlur:)

    • Svart á Hvítu

      20. April 2016

      Er því miður ekki með verðið á hreinu, ég myndi bara heyra í þeim hjá Birgisson og tékka, held það sé fullt af úrvali þar og í mörgum verðflokkum:)
      Mbk.Svana

    • Óttar Ingólfsson

      20. April 2016

      Sæl Sunneva,

      Þetta tiltekna harðparket heitir Vermount Eiche Wiess og er 10mm þykkt hvítt eikarlíki. Verð á fermeter er á 3.330.- staðgreitt. Gólfefnið er til sýnis í verslun okkar, Ármúla 8.

      Kveðja,
      Óttar Ingólfsson
      Viðskiptastjóri Birgisson
      +354 516 0600

  5. Bergdís Ýr

    20. April 2016

    Gaman að fylgjast með breytingunum – svo fallegt hjá þeim! Má ég spyrja að einu, hvaðan röndótti dúkurinn er? :)

    • Arna

      21. April 2016

      Röndótti dúkurinn er úr ikea! Algjör snilld því maður getur þurrkað allt subb auðveldlega af honum með tusku :)

      • RR.

        26. April 2016

        Akkurat það sem mig langaði að vita!! :)

        ótrúlega falleg íbúð!!!