fbpx

ARNA & SIGVALDI: ÍBÚÐIN TEKIN Í GEGN

DIYHeimili

Ég kynni til leiks ofurparið Örnu og Sigvalda en við ætlum að fylgjast með þeim á næstu vikum þar sem þau taka íbúðina sína í gegn sem þau festu nýlega kaup á og ætla að leyfa mér að birta allt ferlið frá A-Ö hér á blogginu! Ég sjálf er ótrúlega spennt að fylgjast með þeim og ég veit að fjölmargir lesendur kunna mjög vel að meta svona fyrir & eftir verkefni en það að fá allt ferlið beint í æð er auðvitað ennþá betra. Ætli það blundi ekki í okkur flestum sá draumur að kaupa “ódýra” íbúð og gera upp algjörlega í okkar eigin stíl, ætli það sé ekki einn af mínum æðstu draumum. En í bili læt ég mér það nægja að fylgjast með þeim Örnu og Sigvalda sem gera þetta svo vel að það er eins og þau hafi aldrei gert neitt annað:)

Tökum aðeins stöðuna á þeim…

1

Segðu okkur aðeins frá ykkar pælingum? Við Sigvaldi vorum búin að skoða lengi hérna á fasteignamarkaðinum en okkur fannst allt einhvernveginn ekki henta hvort sem það var verð, stærð, staðsetning eða skipulagning íbúðarinnar. Við vorum bæði mjög spennt fyrir að kaupa eitthvað sem við gætum unnið í, breytt og bætt þar sem markmiðið er að kaupa einhvern daginn fokhelt og þá er fínt að vera komin með smá æfingu í að sparsla og pússa og svona.

12562384_10153242443831781_967702036_o

Hér má sjá fyrir myndir af íbúðinni sem er í heildina 85 fermetrar og þriggja herbergja.

12562759_10153242443996781_933477238_o

Hvað var það við þessa íbúð sem heillaði? Íbúðin sem við keyptum er í upprunalegu ástandi og keyptum við hana því við vildum geta gert hana aðeins upp. Hún var t.d. ennþá með dúk og þessari týpísku eldhúsinnréttingu sem var vinsæl í kringum 1990, ekki mjög móðins í dag.
Við Sigvaldi erum sem betur fer bæði með mjög svipaðan stíl svo það hefur alls ekki verið erfitt fyrir okkur að ákveða hvernig við viljum hafa íbúðina. Við byrjuðum strax á því að rífa niður vegg sem lokaði eldhúsið af því við viljum hafa íbúðina aðeins opnari og léttari. Og guð hvað það var mikill munur að rífa þennan hundleiðinlega vegg niður, eldhúsið var áður þröngt, lítið og dimmt því það komst ekkert dagsljós inn. Við ætlum okkur að kaupa bjartari eldhúsinnréttingu í L-lagi og hafa eldhúsið þá alveg opið í borðstofuna og stofuna.

2

Hvað var mikilvægast að ykkar mati að hafa í huga?
Eins og margir á okkar aldri þá er smá basl að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign og hvað þá að fara að gera hana upp og hugsum við því mikið í hvað við getum gert með ódýrum lausnum. Okkur fannst gólfefni skipta miklu máli og lögðum því meira til þar heldur en annarsstaðar og vorum við bæði sammála um að hafa það ljóst og gróft til að íbúðin myndi vera björt og þægileg.
Hurðarnar í íbúðinni eru ljósbrúnar og mjög óspennandi og fórum við vel yfir hvernig það kæmi hagstæðast út fyrir okkur að gera þær fínni, vorum ekki alveg að leggja í að kaupa nýjar hurðar. Frændi minn hjá Slippfélaginu kom með snilldar lausn og ákváðum við því að mála hurðakarmana hvíta og svo finna aðila til að annaðhvort sprauta þær eða láta filma hurðarnar.

12620848_10153242444521781_416989941_o12620561_10153242444621781_147949069_o

Þá er veggurinn loksins kominn niður!

12620643_10153242444751781_1596919904_o

Og hvernig hefur ferlið verið hingað til?
Við byrjuðum s.s á því að skipta út gólfefnum og mála alla íbúðina hátt og lágt. Ég er búin að liggja á Pinterest öll kvöld, en það er algjör snilld til að fá góðar hugmyndir. Við keyptum t.d. Steingráann lit eftir Rut Kára í Slippfélaginu og máluðum tvo veggi þannig til að gefa aðeins hlýju þar sem íbúðin er orðin svo opin og fín. Svo náði ég að plata Sigvalda í að leyfa mér að mála gluggakarmana svarta og vá hvað ég er sjúklega ánægð með þá ákvörðun, gluggarnir eru klikkaðir og íbúðin orðin ekkert smá kósý og fín.

12562722_10153242444111781_236161643_o

Það mætti alveg veita þessu baðherbergi örlitla ást…

Og hvað er næst á dagskrá?
Næsta skref hjá okkur er að setja upp klósettið en klósettið sem var fyrir var orðið frekar slappt og vildum við því kaupa núna vegghengt klósett og munum til bráðabirgða mála gólfdúkinn inná baðinu steingráan, hann er brúnn fyrir sem er ekkert ofboðslega skemmtilegur litur. Svo keyptum við falleg húsgögn til að gera baðið aðeins fínna þangað til við munum leggjast í frekari framkvæmdir inná baði. Framtíðarplönin með baðið eru s.s. að taka út baðkarið og setja stóra sturtu með glervegg, flísaleggja það og kaupa nýjan vask.
Fataskáparnir eru ljósbrúnir líka, það skín í gegn að brúnn er ekki vinsæll á heimlinu eða allavega ekki þessi týpa og munum við mála þá sem ég hélt að væri mega mál en er svo ekkert smá einfalt að gera!


12596638_10153242445001781_321230900_o12546183_10153242445071781_624659967_o

  Það sem ég hlakka til að sjá innréttingarnar sem verða fyrir valinu í eldhúsið.

12591922_10153242445081781_1483716605_o Hér er búið að rífa upp dúkinn og næsta skref er að leggja parketið!

12596682_10153242445266781_1196657854_o

Ég er viss um að það verði heilmikill munur á næstu myndum sem við fáum að sjá en þá verður parketið komið á. Það er eflaust ljúf tilfinning að standa í sinni eigin íbúð sem er eins og tómur strigi og þú getur komið öllum þínum hugmyndum í framkvæmd. Það verður því gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá Örnu og Sigvalda en það er augljóslega næg vinna framundan hjá þeim. Ég hlakka til að sýna ykkur allt ferlið, og vonandi gefur þetta einhverjum hugmyndir sem eru í breytingarhugleiðingum eða hvetur aðra jafnvel áfram til að kýla á það og brjóta loksins niður vegginn sem skyggir á dagsljósið, mála hurðarnar sem passa ekki við heildarlúkkið, eða rífa upp ljóta dúkinn sem hefur truflað ykkur svo lengi…. það þarf víst bara að byrja einhversstaðar!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

TAKA TVÖ

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Lára

    22. January 2016

    Ótrúlega skemmtilegt ! Hlakka mikið til að fá að fylgjast með :)

  2. Lísa

    22. January 2016

    En spennandi, ég hlakka til að fylgjast með :) Við fjölskyldan vorum einmitt í sama verkefni síðastliðið hálft ár næstum!

  3. Húsasund

    22. January 2016

    Spennandi! Hlakka til að fylgjast með :)

    .diljá

  4. Hildur Dís

    22. January 2016

    spennandi;) hlakka til að fylgjast með

  5. Guðrún

    22. January 2016

    Hlakka til að fylgjast með!

  6. Sandra

    22. January 2016

    Skemmtileg færsla!! Meira svona! Mjög spennt að fylgjast með :)

  7. Perla

    26. January 2016

    Gaman! Ég er gríðarlega spennt að vita hvernig lukkast að mála gólfdúkinn á baðinu!

  8. Steingrímur Rúnar

    28. January 2016

    Gaman að fylgjast með svona. Og bara venjuleg yfirhalning sýnist mér. Ekkert eitthvað ofurmikið og dýrt. Væri gaman að vita kostnað við svona.