fbpx

ARNA & SIGVALDI // BAÐHERBERGIÐ FYRIR & EFTIR

DIYHeimili

Það eru aldeilis kominn tími á nýjar fréttir af ofurparinu Örnu og Sigvalda sem hafa undanfarið verið að taka í gegn sína fyrstu íbúð. Það hefur verið nóg að gera hjá þeim en þar sem að Sigvaldi starfar sem sjómaður eru teknar pásur inni á milli frá framkvæmdum. Það sem er núna að frétta er að búið er að taka baðherbergið í smá yfirhalningu sem Arna talar þó aðeins um sem bráðabirgða lausn sem þó heppnaðist afar vel og er þvílíkur munur á fyrir og eftir myndunum.

1-400x627

12699042_10153274408196781_1441173556_o

Hvað er núna að frétta af framkvæmdunum hjá ykkur? Við Sigvaldi ákváðum að gera smá fínna inná baði til bráðabirgða, en við munum taka það almennilega í gegn eftir einhverja mánuði þar sem svona framkvæmdir eru ekki þær ódýrustu. Við vildum gera baðherbergið meira kósý og nýtískulegra með einföldum og ódýrum hætti. Klósettið sem var fyrir var orðið ansi lúið og var stanslaust vatnsflæði í gangi. Við byrjuðum því á að fjárfesta í nýju salerni á útsölunum og keyptum þar upphengt klósett.

Hvaða lausn enduðuð þið á varðandi gólfdúkinn? Þeir hjá Slippfélaginu bentu okkur á að það væri hægt að mála dúkinn því okkur fannst hann mjög ósmekklegur á litinn en þetta var einmitt mjög einföld, ódýr og sniðug lausn sem gerir rosalega mikið fyrir baðherbergið.

Svo var restin afskaplega einföld, mála allt hátt og lágt, kaupa nýtt sturtuhengi og fallegan hringlóttan spegil og svo sáum við þessa sniðugu einingu til að hafa undir vaskinn hjá Ikea sem er mjög þægileg til að fela lagnirnar undir vaskinum.

12696667_10153274412626781_915358655_o12696626_10153274412566781_861300707_o12696525_10153274412856781_1648770527_o12696394_10153274412911781_1627935699_o 12637392_10153274412946781_1167699977_o
Gólfdúkurinn var málaður steingrár og þvílíkur munur vá!

12695109_10153280386076781_1711193955_o

12696772_10153274706381781_1648333750_o12696778_10153274706281781_853400904_o

Þú talar um bráðabirgðalausn, hver eru þá framtíðarplönin? Framtíðarplönin eru að taka út baðkarið og setja stóra sturtu með glervegg, nýjan vask með fallegum blöndunartækjum og flísaleggja baðið í hlýjum tónum. Við munum þó ekkert drífa okkur í því að fara í þær framkvæmdir þar sem við erum svo hrikalega ánægð með þessar breytingar.

-Mikið er ég sammála Örnu, hrikalega flottar breytingar sem kostuði ekki mikið og voru ekki of flóknar. Það er nefnilega vel hægt að gera ýmsar breytingar á heimilinu með útsjónarsemi og það þarf ekkert alltaf að hella sér út í meiriháttar breytingar strax, bara það að mála gólfdúkinn breytti gjörsamlega heildarútliti baðherbergisins og er klárlega lausn sem margir gætu viljað kynna sér betur.

Ég hakka til að sýna ykkur framhaldið, það er enn heilmikið eftir að skoða:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

MEÐ DASS AF RÓMANTÍK & SVEITASJARMA

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. helga

  16. February 2016

  Þetta er bara mjög fínt hjá ykkur, gaman að fylgjast með og góðar kveðjur til ykkar
  Helga frænka

 2. Hildur

  16. February 2016

  Virkilega flott! Hvaðan er spegillinn? :)