fbpx

HELGARINNLITIÐ : MEÐ ELEGANT ELDHÚS & TRYLLTAN PALL

Heimili

Ég veit að spáin um helgina lofar ekkert alltof góðu en ég varð svo bálskotin í þessu bjarta og opna heimili sem skartar stærðarinnar sólpalli sem hægt er að ganga út á beint frá stofunni. Undir venjulegum kringumstæðum ættum við auðvitað að vera úti núna að græja og undirbúa garðinn og pallinn fyrir komandi sólardaga – það er jú júní og allt það. En þess í stað fáum við að skoða fallegar myndir af smekklegum útisvæðum í útlöndum. Fyrir áhugasama þá hef ég áður skrifað um smekklegar svalir og má nálgast þá færslu HÉR. 

   

Myndir West East home

Ég vil annars þakka ykkur öll jákvæðu viðbrögðin sem ég fékk fyrir færslu gærdagsins, ég bráðnaði alveg yfir sumum skilaboðum sem ég fékk og það gleður mig að geta veitt einhverjum hvatningu.

Ég eyði minni helgi í bústað – ekki þessum eina sanna heldur ásamt öllum vinkonuhópnum mínum ásamt viðhengjum, 17 stykki takk. Eigið góða helgi!

FYRSTU TÍU ♡

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Kata

    4. June 2017

    Váááááááá!