fbpx

SVALAHUGLEIÐINGAR & DAGDRAUMAR

Garðurinn

Þessi sólríki dagur er alveg fullkominn til að detta í dagdrauma um fullkominn pall eða svalir. Ég byrjaði reyndar seint í gærkvöldi að týna saman vörur í albúm til að sjá fyrir mér hvernig ég vildi hafa svalirnar mínar, sem í augum annarra er líklega ekki meira en stigapallur undir berum himni. Eins og staðan er í dag þá eru svalirnar þó afar óspennandi og ég sé fyrir mér að koma þar fyrir litlum bekk sem ég get skreytt með púðum í góðu veðri, svo lítið hliðarborð og smá skemill sem einnig væri hægt að nota sem borð. Ég þarf líklega að taka fram að “svalirnar” mínar eru ekki nema á stærð við lítið frímerki svo þá er ekki hægt að vera mjög stórtæk. Ég ræddi þessar hugmyndir við minn mann í gærkvöldi, hvað mig dreymdi um að eiga huggulegar svalir með kryddjurtum, blómum, bekk og öðru fíneríi þar sem ég ætlaði að sitja og sötra hvítvín á kvöldin og borða snittu með basilíku haha (sem ég keypti svo í morgun). Viðbrögðin voru þó bara hlátur enda þótti honum hugmyndin heldur hallærisleg og sérstaklega þegar ég fór að ræða hvað vinkonur mömmu “gerðu sko alveg svoleiðis”. Ég ætla því bara að taka þessi mál í mínar hendur og sýna fram á hvað lífið verður ögn ljúfara með huggulegum svölum og basilíku.

Hér að neðan má sjá nokkrar hugmyndir fyrir litlar svalir með vörum sem flestar fást hér heima. Ég sé þetta alveg fyrir mér og núna þarf ég bara að drífa mig í þessu verkefni:)

svalir2

 

//1. Púðar til að gera bekkinn smá kósý, Ikea & Etsy. // 2. Sería, Bauhaus (var að frétta að það væri tilboð um helgina). // 3. Sæt vatnskarafla til að halda sér í hollum drykkjum, Epal. // 4. Plöntur gera svalir töluvert huggulegri, Garðheimar & Ikea. // 5. Falster bekkur, Ikea. // 6. Basilíkan eina sanna, Garðheimar. // 7. Alseda bastkollur, Ikea. // 8. Sæt Kastehelmi skál undir meðlætið, Kokka.  // 9. Essence hvítvínsglas, Kokka. // 10. Condesa stóll væri frekar næs ef fjárhagurinn leyfði, Epal.

Ég geri ráð fyrir að fyrst á dagskrá hjá mér sé að redda bekknum, púðum og skemlinum eða eitthverskonar hliðarborði. Ég sendi Andrés í dag að versla fyrir mig seríur því þær sem ég átti eru orðnar ónýtar (mögulega ekki alltof góð ending). Svo fær hitt að týnast til hægt og rólega en vá hvað stefnan er sett á að hafa það huggulegt á svölunum!  P.s. ef einhver skyldi vera í vafa þá er þetta að sjálfsögu ekki kostuð færsla og ég mun koma til með að greiða þetta eins og flest annað. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

30 ÁRA ÓSKALISTINN //

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Jóhanna

  4. June 2016

  Yndislegar svalahugleiðingar en þú þarft að fá þér myntu eða rósmarín því basilíka er inniplanta á Íslandi og þrífst best úti í glugga.

  • Svart á Hvítu

   6. June 2016

   takk fyrir tipsið!! ég skelli henni þá inn, búin að vera úti í tvo daga úbbs:)