English version below
Ég var fljót að gera mér ferð á Hverfisgötuna þegar ég sá að Norr11 voru byrjuð að selja nýtt merki í verslun sinni – Playtype.
Welcome to the City of Champions hefur lengi verið á óskalista og nú er það mitt!
Það er svo skemmtileg tilviljun að ég ætlaði einmitt að blogga um þetta tiltekna plakat fyrr í vor og var því með tilbúna möppu í tölvunni með innblásturs myndum sem tileinkaðar voru því bloggi.
Playtype er dönsk hönnun og er upprunalega netverslun sem hannar og selur leturgerðir. Í framhaldinu hefur merkið síðan komið vörum á markað sem einkennast af þessum leturgerðum. Það má finna margt áhugavert á síðunni þeirra og vinsælustu vörurnar eru líklega bollarnir, bækurnar og plakötin.
Þó maður sé ekki vanur að hugsa of mikið um leturgerð þá sýnir það sig að hún gerir ótrúlega mikið fyrir texta og bókstafi.
Eftir að hafa skoðað merkið betur á netinu er ég nokkuð spennt fyrir g og M til að hafa í barnaherbergi Gunnars Manuels.
//
The Norr11 shop in Iceland are presenting new brand in their store, the danish font designer Playtype.
I have followed the brand the last months after this poster got me on pinterest – Welcome to the city of champions. Now it’s mine!
I am also wandering if I should buy g and M for my little Gunnar Manuel to decorate his room.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg