September issue er handan við hornið en hjá VOGUE og reyndar glanstímaritum yfir höfuð, en það er orðin hefð fyrir því að leggja örlítið meiri vinnu í útgáfu þess mánaðar. Viðskiptavinir tímaritanna, þar á meðal ég, bíða því yfirleitt spenntari eftir þessari útgáfu sem einmitt eru að detta í búðirnar þessa dagana.
Í Vogue september Issue, sem stundum er kallað símaskrá fyrir þær sakir hversu þykkt og veigamikið það er, munu níu þekkt andlit hátískunnar prýða forsíðurnar – “Instagirls”.
Fyrirsæturnar Karlie Kloss, Cara Delvigne ásamt fleirum sem hafa verið sýnilegar síðasta misserið stilla sér upp í línu sem við höfum reglulega séð frá Vogue í gegnum tíðina.
Árið 1947 var hugmyndin framkvæmd í fyrsta sinn af ljósmyndaranum Irving Penn þegar hann myndaði 12 þekktar fyrirsætur þess tíma.
Forsíðufyrirsætur – september 2014
Forsíðufyrirsætur – september 2004
Forsíðufyrirsætur – nóvember 2000
Forsíðufyrirsætur – nóvember 1999
Forsíðufyrirsætur – maí 1992
_
Fallegar … og ólíkar. Eigið þið einhverja uppáhalds?
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg