Elísabet Gunnars

VEL GERT – SIA !

Söngkonan og lagahöfundurinn Sia lenti í leiðinlegu atviki nú á dögunum. Hún er þekkt fyrir að hylja á sér andlitið og reyna að halda sínu einkalífi frá of mikilli athygli. Ég hef ekki lesið mig til um hvers vegna hún gerir þetta, eins og ég segi þá gæti það verið til þess að eiga einkalíf upp að einhverju marki og einnig að leyfa tónlistinni að njóta sín. Hún fær einnig mikla athygli fyrir þennan stíl sinn – verður kannski meiri artist fyrir vikið.

Hún lenti þó í leiðinlegu atviki sem hún leysti á hinn besta máta. Það var nefnilega einhver óprúttinn aðili (paparazzi) sem náði nektarmyndum af henni og vildi selja þær hæstbjóðanda. Hræðilegar aðstæður sem þessar stjörnur lifa við!

Sia hins vegar snéri vörn í sókn og setti sjálf myndina inná sitt Instagram – ókeypis! Caption-ið var eftirfarandi: ,,Someone is apparently trying to sell naked photos of me to my fans. Save your money, here it is for free. Everyday is Christmas!”

Hún fékk mikið lof fyrir þessi viðbrögð og vonandi gerði hún myndina verðlausa í kjölfarið.

Vel gert Sia! Þú fékkst mjög mörg töffarastig frá mér.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

COPY/PASTE

Skrifa Innlegg