fbpx

VÁLOKSINS

BRÚÐKAUPLÍFIÐ

Mynd: Hildur Erla

Vá loksins sest ég niður og skrifa um hápunkt helgarinnar á Íslandi. Elsku vinir okkar gengu “loksins” í það heilaga og við gátum ekki hugsað okkur að missa af því stuðinu. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel enda héldumst við hjónin á dansgólfinu langt fram á nótt, og harðsperrurnar eftir því daginn eftir ;)

Merkingin #VÁLOKSINS hefur þýðinguna V fyrir Viktor og Á fyrir Álfrúnu og loksins passar vel því þau eru búin að vera á leiðinni að festa heitin í nokkur ár en aldrei fundið tíma í annríkinu, ég kannast sjálf við slíkt.

Einhverjir af mínum lesendum kannast vel við Álfrúnu en hún var um nokkurra ára skeið ritstjóri Glamour á Íslandi. Það sem að kannski færri vita er að Álfrún er einnig eigandi trendnet.is en heldur sig til hliðar sem “silent partner” – þó leita ég mikið og oft til þessarar ofurkonu sem ég er svo glöð að kalla vinkonu mína til margra ára.

Viktor Bjarki er þekktastur inná fótboltavellinum en hann er ekki bara boltastrákur heldur er hann Sjöstrand bróðir Gunnar Steins og saman gera þeir heiminn grænni með sínu einstaklega góða kaffi. Við erum svo stolt af því að vera umboðsaðilar Sjöstrand á Íslandi og það fór ekki á milli mála í brúðkaupi helgarinnar sem veislustjórinn Sóli Hólm stjórnaði með glæsibrag. Hann náði að koma Espresso Martini barnum ansi oft í umræðuna og því drukku gestir mögulega einum eða tveimur of marga “kaffibolla” þetta kvöldið … en ég vil meina að það hafi haldið okkur svona lengi á dansgólfinu – haha.

Mynd: @rosamaria

Annars voru það Bjartar Sveiflur sem spiluðu fyrir dansi og jesss (!!) hvað þeir eru geggjaðir. Bara þetta að búa til concept úr hljómsveit … ég dýrka það. Hljómsveitin hefur komið saman reglulega síðustu mánuði og klæðast alltaf öllu hvítu frá toppi til táar. Þeir eru ekki bestu söngvarar Íslands en það sem þeir kunna að halda ball! Mæli með þeim í allar veislur 2019!
Viktor, þú varst líka flottur þegar þú tókst í mækinn og söngst til nýbakaðar eiginkonu þinnar.

Álfrún klæddist kjól frá Reformation, skóm frá Kalda og yfirhöfn frá Andreu, loðkragi og á hendur frá Feldi – Perlutaska: lán frá Andreu. Ég verð líka að taka það fram að brúðurin er mesta Converse kona sem ég þekki og því voru þeir ekki langt undan seinna um kvöldið.

Viktor Bjarki klæddist fatnaði frá Kormáki og Skildi – frá toppi til táar.

Mynd: Hildur Erla

TAKK FYRIR OKKUR ELSKU partnerar <3 Þið eruð geggjuð.

Skál fyrir ástinni.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

PENINGAR TIL GÓÐS

Skrifa Innlegg