fbpx

UPPÁHALDS AÐVENTUHEFÐIN MÍN

KONUR ERU KONUM BESTAR

Æi hvað ég fer glöð inn í helgina með þessa minningu meðferðis. Við hjá Konur Eru Konum Bestar drukkum morgunbollann með forsvarsmönnum Bjarkarhlíðar fyrr í vikunni þegar við færðum þeim ágóðann af bolasölu haustsins. Ég er alveg viss um að þessi stund er orðin mín uppáhalds aðventuhefð. TAKK allar konur (og menn) fyrir ykkar stuðning í ár. Ómetanlegt.

Aldís okkar var auðvitað með myndarvélina með í för til að fanga mómentið –

Aldís – AndreA – Ragna og Hrafnhildur hjá Bjarkarhlíð – Nanna – Elísabet

Það var dásamlegt að ganga með þessa stóru ávísun inn í gott og mikilvægt starf Bjarkarhlíðar. Í ár söfnuðust 6,8 milljónir (!)

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL4 fór fram úr okkar björtustu vonum … einhverra hluta vegna verður það alltaf þannig ár hvert og samt verðum við alltaf jafn meyrar yfir viðtökunum. Verkefnið stendur okkur svo nálægt hjartastað og það er dýrmætt að finna klappliðið stækka svona ört.

Verkefnið Konur Eru Konur Bestar stendur fyrir samstöðu kvenna og minnir okkur á að vera hvorri annarri góðar inn og út á við og á öllum lífsins sviðum. Þannig komumst við allar miklu lengra .. Kunnum að samgleðjast, hrósum, verum næs  og  lyftum hvor annarri upp. Það er pláss fyrir okkur allar til að blómstra og við blómstrum best með jákvæðni að leiðarljósi.

Við styrkjum mismunandi málefni hverju sinni og í ár var það Bjarkarhlíð sem varð fyrir valinu. Heimilisofbeldi hefur stóraukist á árinu og Bjarkarhlíð er staður sem konur (og menn) geta leitað úrræða.

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið.

Lesið allt um VOL4 bolinn okkar HÉR

2017 – gáfum 1 milljón í Kvennaathvarfið
2018 – gáfum 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar
2019 – gáfum 3,7 milljónir til KRAFTS, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur.
2020 – gáfum 6,8 milljónir til Bjarkarhlíðar.
2021 ..

.. svo stórkostlegt að horfa upp á tölurnar hækka með ári hverju.

Annars eru orð eiginlega óþörf önnur en kannski, TAKK!!!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram
@KEKB á Instagram

DRESS: FLUGVALLAKVEÐJUR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Halla

    4. December 2020

    Frábært framtak. Til hamingju allar.

    • Elísabet Gunnars

      4. December 2020

      Takk <3

  2. Pingback: Færðu Bjarkarhlíð 6,8 milljónir - Hafnfirðingur