Out magazine tók saman 3 frábærara verslanir fyrir herrana í Reykjavík. Að mínu mati skemmtileg blanda af verslunum, en allar eru þær vel heppnaðar og nauðsynlegar fyrir herrana okkar, hver með sinn stíl.
Nýjasta herraverslunin, Húrra Reykjavík, var efst á blaði. Ótrúlega vel heppnuð og falleg verslun á Hverfisgötunni sem býður uppá flott úrval af hversdags fatnaði fyrir herrana. Dönsku merkin Libertine Libertine og Norse Project í bland við alþjóðleg merki eins og Carhartt. Gott úrval af skóm og aukahlutum, sem dæmi má nefna vinsælu úrin frá Komono. Vonandi hleypir verslunin lífi í Hverfisgötuna og við munum sjá fleiri verslanir færa sig þangað á næstunni.
Næst á eftir kom Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. Annar stíll og gullnáma fyrir hefðarmennina sem borgin hefur að geyma. Þá eru þeir með vinsæl merki eins og Filson og Barbour. Ef leitað er eftir aukahlutum eins og höttum, ermahnöppum eða slaufum þá er þetta rétta verslunin.
Sú þriðja í röðinni var síðan Farmers Market, sem bjóða uppá falleg föt innblásin af íslenskri sögu. Klassísk föt þar sem íslenska ullin er í aðal hlutverki. Flíkur sem lifa lengi (lengur).
_
Skemmtilegur listi sem sýnir að við höfum ágætis fjölbreytni fyrir herrana okkar. Ég ákvað að bæta tveimur verslunum við listann sem myndu rata á minn topp5 lista í 101 Reykjavik.
Jör býður okkur uppá sína frábæru hönnun á Laugarveginum og hefur undanfarið verið að bæta inn áhugaverðum merkjum í bland við eigin hönnun. Síðustu tvö ár hefur hönnunin stolið senunni á Reykjavik Fashion Festival, ég vona svo sannarlega að þeirra ævintýri muni ganga upp og þeir komi sér fljótlega inná erlenda markaði.
Suit Reykjavik býður uppá flotta götutísku frá Danmörku á mjög viðráðanlegu verði. Verslun þeirra á Skólavörðustíg er kannski sú flottasta og hönnuð af snillingunum í HAF hönnunarteyminu.
Eruð þið með fleiri verslanir fyrir herrana sem ættu að vera á listanum?
Áfram Íslensk verslun!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg