fbpx

Tími fyrir tennis trend

FASHIONTREND

Ég skrifaði trend grein fyrir Glamour fyrr í haust sem rataði ekki inn í blaðið. Þar sem þetta tiltekna trend stendur sem hæst þessa dagana þá er ekki úr vegi að birta greinina hér á blogginu fyrir þá sem hafa áhuga á að leika það eftir.

Er BJÖRN BORG fyrirmynd haustsins hjá hátískunni?


Nýlega var frumsýnd kvikmyndin BORG sem fjallar um sænska tenniskappann Björn Borg. Það sem gerir myndina mjög athyglisverða er að Íslendingurinn Sverrir Gudnason leikur aðalhlutverkið, Björn sjálfan. Björn var á sínum tíma heimsþekktur, enda besti tennis leikmaður í heimi. Hann var þó ekki síður þekktur fyrir stíl sinn og útlit og var þar mikil fyrirmynd.

Nú virðist þessi stíll hans vera að vakna á ný. Hátískuhúsin sækja innblástur til sænska tennis kappans. Tracksuit tískan sem við höfum séð undanfarin tímabil virðist hafa dregið Björn aftur fram á tískusviðið og ekki má gleyma fræga ennisbandinu sem hann var svo þekktur fyrir.

Við leitum langt aftur í tímann þegar tennishetjan vann fyrst Wimbledon leikana fyrir rúmlega 40 árum og hélt svo sínum einkennis stíl í kjölfarið – röndóttur polobolur með þunnum röndum, track jacket, hvítir sportsokkar og hárbandið fræga.

Hárbandið er sá fylgihlutur sem undirituð veðjar á að muni vera hvað mest áberandi í vetur. Við munum draga það fram á næstu mánuðum (uppfært: dragðu það fram strax!) og getur verið góð leið til að poppa upp dressin með haustinu. Karlpeningurinn mun nýta þetta líka, þeir þurfa þó að safna síðum lokkum til að ná rétta lúkkinu. Þetta er eitthvað sem rappsenan mun líklega ekki hika við að nota, tracksuit samstæður galli og ennisband, getur ekki klikkað.

Björn Borg stofnaði eigið vörumerki á sínum tíma sem hefur vegnað vel og er kannski þekktast fyrir undirfatnað. Vörumerkið og nafn sitt seldi Björn á sínum tíma og er því ekki með í þeirri vinnu lengur. Merkið sleppti á dögunum svokölluðu “signature collection” til að heiðra kappann og er línan innblásin af stíl hans á áttunda áratugnum.

GUCCI

Björn Borg SS18

 

Dolce&Gabbana FW17

GUCCI FW17

GUCCI FW17

MARC JACOBS

Dæmi um hátískuhönnuði sem sýndu okkur tennistrendið á pöllunum eru Gucci, Dolce & Gabbana og Marc Jacobs. Ódýrari verslunarkeðjur hafa fylgt hratt í kjölfar trendsins og megum við búast við sambærilegu á hagstæðu verði fljótt og örugglega. Björn var með Fila sem styrktaraðila á sínum tíma og því hljóta þeir að endurgera hárbandið fræga – það er líklega besti kosturinn.

KAUPTIPS: Þið finnið ólíkar gerðir ennisbanda í verslunum Lindex, H&M, Ellingssen, 66°Norður og Ginu Tricot svo dæmi séu tekin. Ekki hika við að hafa samband við mig á eg@trendnet.is fyrir frekari hjálp.

BORG: Ég mæli með að sem flestir reyni að horfa á kvikmyndina BORG – veitir innblástur fyrir alla.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HETTUPEYSUR Í HAUST

Skrifa Innlegg