Það er allt að frétta í París þegar tískuvika stendur sem hæst. Hér að neðan hef ég tekið saman þrennt úr fjölmörgu sem heillar mig þegar ég fylgist með tískuborginni úr fjarska þessa dagana –
Allir í sund með Chanel
CHANEL, HALLÓ! Ég er með þessi sundföt á heilanum frá því að þau voru sýnd á tískupöllum Parísar innan um sumarlínu næsta árs. Að mínu mati tekst virkilega vel í stíleseringu – more is more gengur stundum vel upp þó ég láti oftast annað frá mér. Einfaldleiki í hönnun en unnið skemmtilega í kringum það.
Simpsons hjá Balenciaga
Balenciaga tryllti lýðinn þegar þeir notuðu Simpsons í 10 mínútna teiknimynd þar sem þekktir karakterar sýndu fatnað frá merkinu. Eins mátti sjá nýjar þekktar persónur úr tískuheiminum settar í The Simpsons búning – má þar nefna ritstjóra Vogue Önnu Wintour sem dæmi.
Undirituð elskar svona sniðugar óhefðbundnar leiðir sem hitta í mark áhorfenda og skapa umfjöllun í kjölfarið.
Fólk í franska
Munið þið þegar ég var með sérstakan lið á blogginu sem hét ´Fólk í franska´ ..
Á tískuvikum .. já þá gefur götutískan eitthvað extra og París á vinninginn hvað varðar aðrar tískuvikur að mínu mati. Steldu stílnum? Myndirnar að neðan tók Acielle / StyleDuMonde fyrir Vogue. Þetta er aðeins brotabrot af æðislegri syrpu. Meira: HÉR
Ó hvað ég elska þig París. Ég bara verð að koma mér þangað fljótlega – besta tískuborg sem ég sakna lang mest á þessum tíma árs.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg