English Version Below
Góðan daginn! Ég verð aðeins að koma með smá meira frá tískuvikunni í New York sem endaði með glæsibrag á óvenjulegum nótum í gær.
Marc Jacobs kann að velja skemmtilegt þema fyrir tískusýningar sínar og það breyttist ekki í ár þegar hann sýndi haustið og lokaði þannig tískuvikunni í New York.
Þemað í ár var “cool kids” – götutíska unga fólksins og undirituð elskar einmitt slíkt. Sjáið stemninguna hér að neðan, úti undir berum himni.
Herra Jacobs notaði lítið risa stóra rýmið (tískupallinn) innanhúss þar sem fyrirsæturnar tóku gesti með sér út á götu. Þar varð sýningarsvæðið heldur stærra og fyrir vikið urðu sýningargestirnir heldur fleiri – Geggjað!
Nú virðist sem hönnuðir keppi meira um að gera upplifunina sem besta fyrir gesti frekar en að leggja áherslu á að öll brot í klæðunum séu á réttum stað. Æ er það ekki bara svolítið skemmtileg þróun? Mér finnst það ..
//
Marc Jacobs FW17 – what a show! This is a perfect way you should close a fashion week. Outdoor in New York city.
Meira/More: HERE
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg