fbpx

SVALA ♥ EINAR

FÓLK

Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord voru gefin saman í Reykjavík í gær. Stjörnubrúðkaup af bestu gerð í dásemdarveðri. Ég var rosa skotin í þeim á Instagram og fékk því leyfi til að birta nokkrar myndir. Þið verðið örugglega jafn hrifin.

photo 4photo 3
photo

A
CB


Myndir: @steedlord og @ninabjork2012

Svala var geislandi falleg og til fyrirmyndar í klæðnaði eins og við var að búast. Ég fékk að spyrja hana betur út í brúðarkjólinn.
Svarið var ótrúlega áhugavert og sýnir að það er vel hægt að kaupa sér brúðarkjól löngu fyrir brúðkaup, bónorð eða jafnvel maka, því kjólinn keypti hún á Ebay fyrir 8 árum síðan (!) Hann er hannaður af Nicole Miller og borgaði hún 40$ fyrir hann (sem að reiknast í dag á um 4.800ISK).
Hún var síðan í vintage náttslopp yfir sig frá árinu 1930 sem að hún keypti í Pasadena á flóamarkaði fyrir 10$. Slörið var keypt í Prinsessunni í Mjódd og var gjöf frá tengdamóðir hennar og vöndurinn í Burkna, en hann var eins og sá sem að mamma hennar gifti sig með.

Kjólana á litlu blómastelpurnar fékk hún einnig á Ebay ásamt jakkafötunum á hringaberana. Brúðarmeyjarnar voru í kjólum sem þær áttu sjálfar fyrir.

Ég er ótrúlega hrifinn af þessum lausnum hjá henni sem sýna að fallegustu kjólarnir þurfa alls ekki að vera dýrir – gersemarnar leynast víða!

Vegni ykkur vel flottu hjón.

Takk fyrir upplýsingarnar Svala – þú ert alltaf með þetta.

xx,-EG-.

DRESS

Skrifa Innlegg