fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: BEGGA

FÓLKSMÁFÓLKIÐSTÍLLINN Á INSTAGRAM

Stíllinn á Instagram getur haft víðari merkingu en bara “fatastíll” eins og ég hef mest tekið fyrir í gegnum árin. Til dæmis er til fólk eins og ofurmamman Begga, hún er ein þeirra sem veitir mér innblástur á Instagram. Ung kona með sérstaklega fallegt auga sem fangar dásamlegustu mómentin. Begga er tveggja barna móðir búsett í Oslo, hún er ein þeirra sem kann að fanga augnablikin og búa þannig til eitthvað meira fyrir augað. Ég stoppa lengur við þegar ég fletti niður að hennar listaverkum á Instagram.

“Love the in-between moments in the everydaylife

Hversdagsleikinn fallegi –

Hver er Berglind Rögnvaldsdóttir?
Ég er uppalin í Reykjavík en hef alltaf haft þessa ævintýraþrá sem hefur fleygt mér um heiminn. Eins og er bý ég í Osló með eiginmanninum og tveim börnum. Ég elska að taka myndir, sérstaklega af börnunum mínum.  Ég er með fullkomnunaráráttu sem ég læt stundum stoppa mig af í lífinu, en ég er alltaf að æfa mig og bæta.

Hvað veitir þér innblástur?
Börnin mín Benjamín Úlfur og Móeiður Saga, náttúran, himininn, gamlar bíómyndir, litir, falleg birta, frönsk tónlist,  ævintýri og ljósmyndir. Svona svo fátt eitt sé nefnt.

Uppáhalds tími dagsins?
Eiginlega morgnarnir, þegar börnin eru bæði komin uppí og við kúrum aðeins,  tölum um drauma liðinnar nætur og daginn sem er framundan. Við fjölskyldan borðum lika alltaf saman hafragraut á morgnana sem við gerum í sameiningu. Grauturinn er ýmist með grænum eplum “Robin grautur” eða bönunum “Batman grautur”, þessi með bláberjunum er “tröllagrautur”og blandaður við cia fræ kallast hann “Pippi grautur”. Oftast fáum við okkur líka desert eftir morgungrautinn, mér finnst lífið vera of stutt til að það sé ekki alltaf desert. Við erum ekkert að drífa okkur út á morgnana enda vaxa börnin alltof hratt og mér þykir vænt um þessar morgunstundir

Musthave hlutur á heimilið?
Falleg blóm finnst mér gera ansi mikið. Einnig gæti ég ekki verið án Lavender blöndunnar minnar sem ég spreyja um heimilið, jafnvel aðeins of oft á dag. Svo finnst mér ansi mikilvægt að bros og hlátur séu viðhöfð inná heimilum.

Hvaða hlut gætir þú ekki verið án?
Dagdrauma og svo er ég orðin mjög vön því að sjá giftingarhringinn á hendinni.

Uppáhalds verslun?
Fyrir mig verð ég að segja útsalan í Zöru (ég er algjör útsölufíkill).  Sunnudagsmarkaðir og  & Other stories þegar ég er í sömu borg og sú fallega verslun.
Fyrir börnin þá er netverslunin Scandinavian minimall í miklu uppáhaldi þar eru flestöll uppáhalds barnafatamerkin mín á einum stað, ásamt Angulus uppáhalds skómerkinu mínu. Og þau eru oft með mjög góðar útsölur sem er e-ð sem mér finnst skipta miklu máli. Heimaprjónað er síðan í miklu uppáhaldi og þar kemur Litla Pjónabúðin sterk inn, áður en mamma mín prjónar svo eftir pöntun. Ég er svo heppin að hún hefur þolinmæði í mig, ég get verið svolítið smámunasöm og með sterkar skoðanir.

Af hverju Instagram?
Fyrst var það vegna þess að það var það nýjasta á þeim tíma, og þetta var svo spennandi heimur fyrir áhugaljósmyndara einsog mig.  Svo var það vegna þess að við bjuggum erlendis og vorum að eignast börn og svona fjarri öllum, þá vildi ég gefa fólki smá innsýn í okkar daglega líf. Í dag er það einfaldlega því ég elska Instagram, ég elska innblásturinn, ólíku stílana fólkið sem maður tengist og fallegu kommentin skemma svo ekkert fyrir.

Hvað er á döfinni?
Ég  reyni að bæta mig í þessu móðurhlutverki á hverjum degi. Ég er að plana framtíðina. Ég er með augun opin fyrir tækifærum. Ég er að skrifa sögur og stefni á að gera meira af því. Ég held alltaf uppá síðasta nammidaginn “á morgun” og geri það væntanlega áfram. Sumarið er framundan. Ég er að fara að mynda mitt fyrsta brúðkaup sem mér finnst frekar spennandi. Og svo fjölgar í fjölskyldunni í nóvember. Ég er líka vandræðalega spennt að mynda 3 börn í rúminu mínu í morgunkúrinu.
Ég er eiginlega bara mjög bjartsýn of spennt fyrir komandi tímum.

_

Tökum okkur Beggu til fyrirmyndar. Hún er ein af þeim sem kann að meta litlu hlutina í lífinu og deila þeim á svo ótrúlega sjarmerandi hátt.
Það er einhver sérstaklega mikil ást sem hún fangar í ramman.

Takk @begga003 

Móa og Úlfur eru heppin að eiga mömmu eins og þig!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna Margrét

    28. May 2015

    *DÁSEMD*

  2. Svart á Hvítu

    28. May 2015

    Vá hvað þetta eru æðislegar fjölskyldumyndir, skemmtilegur stíll á þeim!:)
    Er svo búin að merkja þessa vefverslun, takk:)