fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: FANNEY INGVARS

Fegurðardrottninginn, flugfreyjan og töffarinn Fanney Ingvarsdóttir er ein af “frægari” íslensku grömmurunum – hún heldur úti blogginu fanneyingvars.blogspot.com ásamt því að deila mjög reglulega lífi sínu og lúkkum á Instagram. Þær eru ekki ófáar ungu stúlkurnar sem fylgja henni á samskiptamiðlinum.

Mér fannst við hæfi að heyra í henni hljóðið og fá að deila með ykkur “stílnum á Instagram”.

Allir þessir skór ….. vá (!)

Hver er Fanney Ingvarsdóttir?
Ég er 22 (bráðum 23) ára Garðabæjarmær. Ég er flugfreyja hjá WOW air og nýnemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hef áhuga á öllu sem tengist íþróttum, tísku, ferðalögum, mat, hreyfingu og því góða sem lífið hefur upp á að bjóða.

Hefur þú alltaf spáð tísku?
Já og nei. Fyrri part unglingsáranna klæddist ég aðeins Stjörnugallanum og var með tvær fléttur í hárinu, mjög einkennandi lúkk í mínu lífi á þeim tíma.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Nei alls ekki! Það er aðalega fyrir fínni tilefni þar sem dressið er ákveðið í tíma. Það er samt ekkert betra en morgunstund þar sem nægur tími er fyrir allt.

Uppáhalds flík í fataskápnum?
Erfið spurning þar sem margt er í uppáhaldi. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er ljós loðkápa sem ég keypti í Topshop fyrir ári síðan. Ég notaði hana ólýsanlega mikið allan síðasta vetur og hlakka til að taka hana upp fljótlega, sérstaklega þar sem ég sé ljósar loð-yfirhafnir víða um þessar mundir.

Skemmtilegast að kaupa?
Það sem bætist ítrekað í minn fataskáp eru skór og yfirhafnir. Aldrei nóg af slíku og fullt af notagildi!

Áttu þér styleicon – tískufyrirmynd?
Nei í rauninni ekki. Mesta innblásturinn fæ ég frá fólkinu í kringum mig og úti á götum. Maja Wyh og Kristina Bazan hafa verið mínar uppáhalds Instagram fashionistur í góðan tíma núna og eins eru Olsen systur alltaf meiriháttar.

Framtíðarplön?
Algjörlega óákveðin. Ég ætla að klára að mennta mig, stofna fjölskyldu, reyna að ferðast eins mikið og mögulegt er og njóta lífsins á meðan.

Að lokum …
Nú veit ég til þess að margar ungar fashionistur líta upp til þín og fylgja þér á Instagram. Áttu einhver góð tips fyrir þær?
Bara það að alltaf vera þú sjálf/ur og ekki hafa áhyggjur af því sem öðrum finnst. Fólk mun alltaf koma til með að dæma og þess vegna þurfum við að læra að láta það ekki stjórna okkar lífi. Við erum öll ólík og það er skemmtilegast við þetta allt saman. Þegar hamingjan og sjálfsöryggið skín í gegn erum við alltaf flottust sama hvað!

TAKK  @fanneyingvars

xx,-EG-.

ORÐ

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Fanney Ingvarsd.

    15. September 2014

    Takk fyrir falleg orð! Knús og koss xx

  2. Valdís

    16. September 2014

    Fögnum fjölbreytileikanum! frábær lokaorð :)

  3. Anna Kristín

    16. September 2014

    Vá, endalaust fallegt hár :)

  4. Unnur Lár

    20. September 2014

    Yndislegust!