fbpx

SMÁFÓLKIÐ: NORTH WEST

SMÁFÓLKIÐ

Elsku stúlkan er ekki orðin 2 ára en er samt sem áður heimsfrægt “style-icon” þökk sé foreldrum hennar, Kim Kardashian og Kanye West.
Harper Bazaar tók saman 28 dress hjá litlu Norh West –  ég ákvað að deila þeim með ykkur.
Allt frá fremstu röð tískupallana til aðkomu í ballettíma. Kim og Kanye versla ekki barnafötin í H&M, en North klæðist til að mynda
 Givenchy, Alexander Wang og Chanel.

28 26 25 24 23 22 21 20 18 19 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 12

 

Þó öllu megi nú ofgera ..  þá finnst mér litla West ferlegt krútt! Mér finnst gott að sjá að flest dressin að ofan eru nokkuð þægileg fyrir litlu North, en hrikalegt að sjá hana t.d. sofandi í leður samstæðudressi – þar fara þau yfir strikið. Ég myndi sjálf aldrei kjósa að klæða barnið mitt svona upp, en sitt sýnist hverjum um elsku North, sem fær ekki miklu ráðið.

Síðan er stóra spurningin hvert þetta uppeldi mun leiða elsku barnið.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Anna

    22. April 2015

    Fashion gone wrong að nota börnin sín svona ti að draga athygli að sjálfum sér…láta það sitja í gegnum heila tískuskýningu í þvílíkum látum grátandi…og þvílík pressa á barnið strax frá fæðingu að vera “style icon” og semi búið að ákvarða framtíð hennar að vera tískumógull, sár vorkenni barninu og þvílíkur peningur sem gæti farið í að hjálpa störum fjölda fólks sem á ekki í sig og á í bara einni af þessum flíkum…sorry en mér finnst þetta taktlaust hjá Harper Bazzar og forelrdrum þessarar greyið stúlku

  2. Svart á Hvítu

    22. April 2015

    Hrikalega fallegt barn, en æj ég vorkenni henni smá á nokkrum myndunum…

  3. Hrönn

    22. April 2015

    Úff ég fæ illt að sjá litla greyið sofandi í þröngu leðurdressi !

  4. Aldís

    23. April 2015

    Æ ég man ekki betur en að allt hafi orðið brjálað hérna þegar einhverjir lýstu því yfir að börn ættu ekkert erindi á tískusýningar…í tengslum við að RFF bað fólk með börn um að vera ekki á fremsta bekk.
    Set líka spurningarmerki við leðrið en annars finnst mér þetta allt í lagi. Ég held að því miður væru ljósmyndararnir ekkert minna óþolandi ef hún væri ‘venjulega klædd’…paparazzi kulturinn er ógeð.