fbpx

SIENNA MILLER TJÁIR SKOÐANIR MEÐ KLÆÐNAÐI

FASHIONFÓLKTREND

Það hefur lengi verið vinsælt að tjá sínar skoðanir í gegnum klæðnað og þetta er nýjasta trendið á  götunni. Sienna Miller fékk mikla athygli í blárri hettupeysu sem hún bar á dögunum og fleira áhrifafólk í  tískubransanum hefur fylgt sterkt á eftir. En hvaða peysa er þetta?

Breska leikkonan sýndi sína afstöðu með því að klæðast peysu frá þýsku listasafni sem nefnist König Galerie og ber peysan nafnið ”EUnify hoodie” frá König Souvenir. Samkvæmt safninu á peysan að endurspegla þann óróleika sem ríkir í Evrópu og vilja þau með henni hvetja til meiri samstöðu. Peysan sýnir merki Evrópusambandsins og er hringurinn sem gerður er úr stjörnum ekki lokaður – síðustu stjörnuna má finna á bakinu með textanum ”Call EU hotline +809 768 910 11 free of charge”. Stjarnan er einnig talin tákna Bretland í sambandinu.

Það hafa fleiri fyglt í kjölfarið, m.a. heitasti hönnuðurinn í dag – Virgil Abloh.

Tískuhúsið Balenciaga virðist einnig vera að fara í þessa átt ef miðað er við vor 2020 línuna þeirra sem sýnd var á tískuvikunni í París. Fyrirsæturnar gengu tískupallana í jakkafötum sem minntu á fulltrúa Evrópuþingsins í bláum sal sem var sambærilegur lit Evrópusambandins, með Balenciaga bróderað á brjóstinu í merki sem minnti á Mastercard. Yfirhönnuður merkisins vildi ekki meina að verið væri að senda pólitísk skilaboð með línunni – þau hefðu skoðað pólitíska fulltrúa og þeirra klæðnað og reynt að gera klæðnaðinn kúl. Dæmi hver fyrir sig!

Einkennisklæðnaður Balenciagaþingsins:

Það má kannski bæta við þetta að oversized jakkar verða áfram málið í vor!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FYRSTA AÐVENTUGJÖFIN ER SÓDAVATNSTÆKI FRÁ AARKE

Skrifa Innlegg