Beta Byggir er ekki dauð í öllum æðum og ég ætla að fá að segja ykkur aðeins betur frá breytingum okkar í eldhúsinu. Við fórum í miklar pælingar fram og tilbaka og að lokum fengum við þær snilldar dömur frá M studio til að gefa okkur faglegt ráð og það borgaði sig heldur betur.
Vissuð þið að það er hægt að fá sama lit á vegg og innréttingu? Þetta er eitthvað sem ég bara hafði ekki hugmynd um fyrr en í okkar ferli og mér finnst þetta svo frábær punktur að deila með ykkur ef þið eruð eins og ég, og viljið ekki hafa skil á milli mismunadni tóna hvítu, sem dæmi.
PRESSIÐ Á PLAY
FÁÐU FAGLEGA RÁÐGJÖF UM JKE INNRÉTTINGAR MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR – 25% AFSLÁTTUR ÚT NÓVEMBER
Gamla eldhúsið var í einskonar U sem endaði í smá eyju útá gólf. M studio komu með þá uppástungu að fjarlægja eyjuna og hafa örðum megin heilan vegg af skápum og hinum megin bara lága skápa og þá engar innréttingar við endavegginn. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum og ég læt myndirnar tala sínu máli ásamt smá teikningum frá þeim. Á þennan máta náðum við að láta glugga og birtu njóta sín mun betur, flæðið verður einnig fallegra.
Tillaga:
Fyrir:
Innblástur:
Tillaga með opi í skápaeiningu:
Staðan í dag:
Við vorum einnig í miklum vangaveltum með op sem var staðsett á þessum vegg sem er þakinn háum skápum. Vildum við loka gatinu og fá auka skáp eða halda því opnu? Eftir að hafa búið í húsinu nokkrar vikur þá komumst við að því að við notuðum þessa gönguleið svo ótrúlega mikið að við gátum ekki sleppt því. Þetta er líka mitt uppáhalds deitail í eldhúsinu og Gunni maðurinn minn fékk þann draum uppfylltan að geta gengið í gegnum innréttingar.
Við völdum eldhús frá JKE og það var ekki spurning eftir að ég uppgötvaði þá snilld að hægt væri að fá innréttinguna í sama lit og veggirnir. Við völdum að sjálfsögðu lit úr BYKO litakortinu mínu og varð Hvítur Svanur fyrir valinu. Liturinn er nokkuð tímalaus og ætti að virka þó svo að við myndum velja aðra liti á veggina síðar meir. Við völdum háa skápa, innbyggðan ísskáp og smá tækjaskáp ásamt toppskápum sem ná alveg uppí loft. Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og einn risa kostur er að skáparnir koma samansettir til landsins, sem sparar mikinn tíma og taugaáreynslu.
JKE býður uppá 25% afslátt af innréttingum út nóvember og því gæti þetta verið kjörið tækifæri til að breyta eða bæta. Við hjónin ætlum sjálf að nýta tækifærið og panta bæði fataskápa og innréttingu í þvottahúsið. Allt saman komið í pöntun og skilar sér í byrjun 2023, ég fagna því, ekkert framkvæmdabras yfir hátíðarnar en betra verð með því að panta núna á þessum nóvember afslætti.
Fyrir ykkur sem eruð í blöndunartækjahugleiðingum þá sé ég að það er allt að 35% afsláttur af öllu GROHE hjá Byko þessa dagana. Við erum með slík tæki inná baði hjá okkur.
LESTU LÍKA: B27 – BAÐHERBERGIÐ
Þegar ég skoða þessar myndir þá fæ ég kitl í puttana og spark í rassinn að fara að kaupa mér ljós í loftin. Ég held að okkur langi í kastara í sama lúkki allstaðar en það þarf víst að velja það vel eins og annað. Næst á dagskrá ….
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg