Þessir dásamlegu feldir eru samstarfsverkefni hönnuðarins Charlotte Simone og stílistans Kyle De‘volle. Simone er þekktust fyrir að hanna fallegar vörur sem að hlýja í kuldanum. En De’volle er hvað þekktastur fyrir vinnu sína með smekklegu Ritu Ora en hún var honum innblástur fyrr verkefnið og er góðvinkona þeirra beggja.
Maður getur alltaf á sig feldum bætt og þessi er sérstaklega fínn. Ég er mjög hrifin.
Feldurinn mun einungis vera í sölu á heimasíðu Charlotte Simone: HÉR en þar er líka annað freistandi í sölu.
Þessi er svo sannarlega kominn á jólagjafalistann! En hann hann minnir mig mjög á einn sem að ég var sjúk í fyrir rúmu ári síðan. Mary Kate seldi mér löngunina, en hún klæddist honum frá Prada. Ætli hugmyndin komi þaðan?
Langar …
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg