Nýtt tískutímarit, Porter, kom í fyrsta sinn út í síðustu viku. En hvenær er betri tími til að gefa út tísku heldur en einmitt á tískuviku New York borgar.
Tímaritið er í eigu vefsíðunnar Net-a-Porter og í tilefni útgáfunnar fóru þeir óhefðbundna leið í markaðssetningu. Hægt var að hlaða inn “I am Porter” appi í símann sem setur þínar myndir í sama lúkk og tímaritið sjálft. Ef þú birtir myndina þannig á Instagram með merkingunni #iamporter þá áttir þú kost á að vinna 1.000.000 isk inneign hjá vefversluninni. (!)
Ég nældi mér sjálf í eintak strax í byrjun vikunnar þar sem sjálf Gisele Bündchen tók á móti mér og eyddi með mér kaffistund.
Ofurfyrirsætan og fyrsti Porterinn geislaði á náttúrulegan máta á forsíðunni og ég velti þér fyrir mér hvort hún mögulega vakni svona gallalaus? Ég gæti trúað því …
Blaðið kom mér svo sannarlega á óvart því það býr yfir einhverskonar meiri fágun en ég er vön að fá út úr tískutímariti. Ótrúlega vel heppnað fyrsta blað og ég bíð spennt eftir því næsta sem er væntanlegt í apríl.
Mæli með …
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg