fbpx

& Other Stories

ALMENNTH&M

Eins og ég hef greint frá áður hér á Trendneti mun H&M risinn opna nýja verslun – & Other Stories.
Nú er komið á hreint að verslunin opnar í vor 7 verslanir í stórborgum Evrópu –  í Stokkhólmi, Berlín, London, París, Mílano, Barcelona og Kaupmannahöfn.
Fötin verður síðan hægt að nálagst á netinu í fleiri löndum á www.stories.com frá fyrsta degi.
Verslunin mun leggja áherslu á aðgengileika á netinu og verslanir í stórborgum Evrópu.

Hugmyndin er að verðin í nýju versluninni byrji á þeim stað þar sem verðin í H&M hætta. Verðsetningin ætti því að vera svipuð og í uppáhalds versluninni minni – COS. Þeir segja þó að verslunin skilji sig frá COS á þann hátt að hún höfði til stærri hóps, þar sem COS fylgir ákveðnum skandinavískum stíl og er kannski ekki fyrir alla. & Other Stories mun einnig bara einblína á konur og selja kvenfatnað, skó, snyrtivörur og fylgihluti.

Conceptið er spennandi og með þessu reynir H&M að höfða til stærri hóps. Þeir færa sig úr “fast fashion” sem H&M einblínir á yfir í meiri listræna og vandaða tísku sem ætti að vera fagnaðarefni fyrir marga sem eru gjarnir á að gagnrýni þeirra concept.

& Other Stories er komin með youtube síðu þar sem nálgast má efni sem tengist kynningunni á versluninni. Myndböndin eru mjög áhugaverð og boða gott um framhaldið. Þið getið séð eitt myndbandið hér að neðan og HÉR er linkur á restina af myndböndunum.

Ég er spennt.
En þið?

xx,-EG-.

Miranda Kerr X Orlando Bloom

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1