fbpx

ÓSKARINN: SELFIE BY ELLEN

FÓLKFRÉTTIR

Ellen Degeneres var kynnir kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í gærkvöldi. Það var létt yfir stemningunni eins og við er að búast af þessari skemmtilegu konu en hún dreifði pizza sneiðum á gesti sem og tók margar “selfie” og kvatti aðra til að gera slíkt hið sama.

Le-selfie-d-Ellen-DeGeneres-aux-Oscars_scalewidth_630606x341_258630

Ellen safnaði saman hinum frægustu leikurum í salnum og náði þannig þeirri allra bestu “selfie” – Lupita Nyong’o, Meryl Streep, Channing Tatum, Julia Roberts, Kevin Spacey, Brad Pitt, Angelina Jolie og Bradley Cooper voru módel myndarinnar. Jared Leto var einnig með en klipptist út úr rammanum. Með myndinni ætlaði hún sér að slá út retweet metið á Twitter. Á minna en klukkutíma var henni retweetað 871.000 sinnum, en fyrir átti sjálfur Barack Obama metið með 780.000 retweet.
Sjáið myndina hér fyrir neðan. Algjörlega frábær.

BhxWutnCEAAtEQ6.jpg-large

Undir myndina skrifaði hún: If only Bradley’s arm was longer. Best photo ever.

Frábært atvik!

xx,-EG-.

XO - PFW

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Alda

  5. March 2014

  Haha, frábær mynd. Best fannst mér samt þegar bróðir Lupita hljóp inn á myndina með þessu heimsfræga liði, en hann er síðan bara freshman í college :)

  • Elísabet Gunnars

   5. March 2014

   Setti punktinn yfir i-ið :) Greinilega mikill snillingur!