fbpx

NYFW: UPPÁHALDS LÚKK

FASHION WEEK

Þið sem að hafið fylgt mér lengst vitið að ég fell frekar fyrir vissum flíkum úr fatalínum hátískunnar frekar en heilu línunum. Ég tók mér góðan tíma í að fara yfir tískuviku New York borgar og velja úr mín uppáhalds lúkk. Hér að neðan má finna sjö hönnuði og útvalin lúkk sem heilluðu mig hjá hverjum og einum.

Uppahaldslukk

Sumarið 2016 lofar góðu …

Victoria Beckham

Sýningin var ólík því sem við höfum séð síðustu árin frá tískudrottningunni. Með fallegum munstrum og efnum tók hún skref útfyrir þægindarammann og varð fyrir vikið meira fasjón að mínu mati. Ég var hrifnari núna en alltaf.
Meira: HÉR

Calvin Klein Collection 

Silki svíkur engan ..  Allt þrennt á óskalista. Svona vill maður vera klæddur á sumrin!
Meira: HÉR

Altuzarra

Falleg smáatriði á réttum stöðum. Krumpuefnin eru mætt aftur ef Altuzarra hefur rétt fyrir sér.
Meira: HÉR

3.1 Phillip Lim 

Ég er mikill aðdáandi Phillip Lim. Hann þorir að taka áhættur og þær heppnast yfirleitt mjög vel. Sjáið það sjálf hér að ofan.
Meira: HÉR

Alexander Wang

Net og náttföt voru í aðalhlutverki hjá Alexander Wang þegar hann fagnaði 10 ára afmæli sínu á New York Fashion Week. Margt fannst mér ég hafa séð áður en það er kannski í lagi þegar um þennan hönnuð ræðir. Viðskiptavinir vilja örugglega Wang-legar flíkur … alltaf safe.
Meira: HÉR


Derek Lam

Ein af uppáhalds sýningunum mínum í ár. Ég átti erfitt með að velja mín uppáhalds lúkk þar sem sýningin í heild sinni var nánast óaðfinnanleg. Þar sýnir líka hvað stílisering skiptir miklu máli en hún var til fyirrmyndar að mínu mati. Mig langar að klæðast öllu strax. Innblástur sem ég tek til mín.
Meira: HÉR


Proenza Schouler

 

Hjá Proenza Schouler sáum við hinar hefðbundu flíkur settar upp í öðruvísi mynd en við erum vön. Eitthvað sem hefði vel getað klikkað .. en gerði það svo sannarlega ekki. Eyrnalokkar settu punkinn yfir i-ið.
Meira: HÉR

Spring Summer 2016

Yfir heildina litið – laus snið, ruffles, langar ermar, nokkur lög af léttum efnum og sætu smáatriðin á réttum stöðum.
Ég bíð spennt eftir sumrinu!

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

LUMMUDAGUR

Skrifa Innlegg