fbpx

NÝ VEFVERSLUN: NTC.is

FRÉTTIRSHOP

Vefverslun hefur verið að aukast á Íslandi síðustu ár. Mér finnst það mjög jákvætt þrátt fyrir að margir eigi enn eftir að venja sig á að versla á netinu, en þetta er frábært til að skoða úrvalið áður en haldið er í verslunarleiðangur. Síðustu mánuði hafa nýjar verslanir sprottið upp á meðan aðrar bæta þessari þjónustu við fyrri rekstur.

Nú ætla NTC að ríða á vaðið og opna stóra netverslun sem sameinar flestar þeirra verslanir á einni síðu. Fyrir þá sem ekki vita þá eru það 13 verslanir, þar á meðal Gallerí Sautján, GS Skór, Kultur, Eva og Smash sem dæmi. Þar ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en verslunin mun opna þann 1. desember.

Á síðunni verður einnig haldið út virku bloggi þar sem Andrea okkar verður ein af pennunum, með henni í liði verða til að byrja með Fanney Ingvars og Edda Gunnlaugs. Þetta er því spennandi viðbót við verslunarflóruna á Íslandi og NTC tekur stórt skref í að netvæða íslenskar verslanir.

Ég fékk smá sneakpeak af forsíðunni –

Screen Shot 2014-11-28 at 10.01.06

 Vörumerkja listinn er fjölbreyttur –

Screen Shot 2014-11-28 at 10.10.14

María Einarsdóttir hefur stjórnað þessu verkefni hjá NTC og segir að þetta sé bara byrjunin á því sem koma skal.

Hvað er NTC.is?

Síðan verður ein stærsta fata- og skóvefverslun landsins með vörur úr verslunum NTC. Einnig verður hún lífstílssíða og því verðum við með gestabloggara sem munu skrifa vikulega pistla. Í framhaldinu langar okkur að þróa þann hluta og vera með fréttafeed og annað skemmtilegt. Hægt verður að panta og fá sent heim með Íslandspósti en einnig bjóðum við upp á „smella & sækja“ (e. „click and collect“) að erlendri fyrirmynd og þá getur þú sótt vöruna þína eftir 24 tíma í Galleri Sautján verslunum okkar í annað hvort Kringlunni eða Smáralind. Þannig sparar þú tíma og póstburðagjald. Við munum senda frítt heim fyrstu vikuna sem við erum í loftinu!

Af hverju NTC á netið?

Okkur hjá NTC finnst það vera eðlileg þróun að opna vefverslun og jafnframt lítum við á síðuna sem glugga fyrirtækisins.

Framtíðarsýn?

Við höfum lagt mikinn metnað í að gera þessa síðu glæsilega og ætlum að halda áfram að þróa hana og stækka með tímanum. Í London þar sem ég bjó og víða annars staðar í heiminum er netverslun alltaf að aukast og ég sé því ekkert til fyristöðu að sama muni gerast á Íslandi. Við viljum taka þátt í þeirri þróun og gera kúnnunum okkar mögulegt að versla og skoða vörur okkar á netinu.

 _

Ég mun fylgjast spennt með mínu gamla fyrirtæki víkka hringinn sinn .. frá og með 1 desember.

Gangi ykkur vel!

xx,-EG-.

JÓLAHÚFA Á HÖFUÐ

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Hrund

    1. December 2014

    Hrikalega hallærislegt að vörurnar séu dýrari í netversluninni en í búðinni sjálfri!! Finnst þad lowblow..