Vefverslun hefur verið að aukast á Íslandi síðustu ár. Mér finnst það mjög jákvætt þrátt fyrir að margir eigi enn eftir að venja sig á að versla á netinu, en þetta er frábært til að skoða úrvalið áður en haldið er í verslunarleiðangur. Síðustu mánuði hafa nýjar verslanir sprottið upp á meðan aðrar bæta þessari þjónustu við fyrri rekstur.
Nú ætla NTC að ríða á vaðið og opna stóra netverslun sem sameinar flestar þeirra verslanir á einni síðu. Fyrir þá sem ekki vita þá eru það 13 verslanir, þar á meðal Gallerí Sautján, GS Skór, Kultur, Eva og Smash sem dæmi. Þar ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en verslunin mun opna þann 1. desember.
Á síðunni verður einnig haldið út virku bloggi þar sem Andrea okkar verður ein af pennunum, með henni í liði verða til að byrja með Fanney Ingvars og Edda Gunnlaugs. Þetta er því spennandi viðbót við verslunarflóruna á Íslandi og NTC tekur stórt skref í að netvæða íslenskar verslanir.
Ég fékk smá sneakpeak af forsíðunni –
Vörumerkja listinn er fjölbreyttur –
María Einarsdóttir hefur stjórnað þessu verkefni hjá NTC og segir að þetta sé bara byrjunin á því sem koma skal.
Hvað er NTC.is?
Af hverju NTC á netið?
Okkur hjá NTC finnst það vera eðlileg þróun að opna vefverslun og jafnframt lítum við á síðuna sem glugga fyrirtækisins.
Framtíðarsýn?
Við höfum lagt mikinn metnað í að gera þessa síðu glæsilega og ætlum að halda áfram að þróa hana og stækka með tímanum. Í London þar sem ég bjó og víða annars staðar í heiminum er netverslun alltaf að aukast og ég sé því ekkert til fyristöðu að sama muni gerast á Íslandi. Við viljum taka þátt í þeirri þróun og gera kúnnunum okkar mögulegt að versla og skoða vörur okkar á netinu.
_
Ég mun fylgjast spennt með mínu gamla fyrirtæki víkka hringinn sinn .. frá og með 1 desember.
Gangi ykkur vel!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg