Guðmundur Árni Andrésson er ungur Íslendingur á uppleið í útlöndum. Guðmundur er kallaður GUD í bransanum sem hann er ennþá að kynnast. Fyrirsætuferillinn byrjaði fyrir tilviljun í London og í dag er hann með samning hjá Men Acemodels Agency í London, Boom í Mílanó og hjá Two Management í Barcelona.
Það er svo skemmtilegt að fá sögur af ungu fólki strax í fyrstu skrefum á nýju tímabili í lífi þess. Ég hef trú á að við eigum eftir að sjá mikið af þessum fl0tta strák næstu árin – stay tuned.
Kynnumst Guðmundi betur hér að neðan ..
Hver er Guðmundur Árni?
Ég er 19 ára Siglfirðingur, útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri í júní og flutti strax til Svíþjóðar. Í dag bý ég þó í Reykjavík þar sem ég vinn á leikskóla á sama tíma og ég kynnist nýju vinnunni minni sem módel.
Hvað ertu búinn að vera lengi í bransanum?
Ég skrifaði undir fyrsta módelsamninginn minn í London í september og fyrsta verkefnið mitt var í nóvember fyrir Replica.
Hvar og hvernig byrjaði boltinn að rúlla?
Ég var uppgvötaður í byrjun september 2019 þegar ég var í fríi í London. Ég var stoppaður af ljósmyndaranum Katrhyn Younger þegar ég var á rölti á Oxford Street rétt áður en við áttum flug heim til Íslands. Hún spurði mig hvort ég væri fyrirsæta sem ég svaraði að sjálfsögðu neitandi og hélt reyndar að þetta væri bara einhver svindlari. Í kjölfarið kemur partnerinn hennar, Patrick, að mér og segir mér betur frá. Patrick á módelskrifstofuna Men Acemodels Agency í London, sem ég skrifaði undir hjá síðar. Eftir þetta Oxford rölt fór ég nú bara til Íslands og vissi ekki meira fyrr en ég fékk símtal og var boðinn samningur stuttu síðar.
Fyrsta verkefni?
Fyrsta verkefnið mitt var í London í nóvember en svo var byrjunin aðalega “test shoots” sem eru ógreiddar tökur, samvinna myndatökumanns og módels fyrir “portofolio”. Í byrjun desember var mér svo boðinn næsti samningur, í þetta sinn í Mílanó hjá Boom, þá áttaði ég mig á því að það væri kominn alvara í þetta.
Ég fór út til Milan 4. janúar og fór þar í ótal áheyrnarprufur, fór út snemma á morgnanna og kom heim seint á kvöldin. Það tók oft á að mæta í casting og heyra “perfect, thank you” því það þýðir lang oftast “nei”, en það er partur af þessu öllu. Maður verður bara að halda haus og mæta með sjálfstraust í næsta casting og ég var kominn með það hugarfar að fá alltaf nei, en svo einn daginn kíki ég í tölvupóstinn minn og sé að það er búið að bóka mig í sýningu (runway) daginn eftir. Ég gekk runway hjá Numero 00, það var mjög gaman, flott sýning og málstaður – eldarnir í Ástralíu. Ég gekk með Kóala bangsa á bakinu á sýningunni.
Í Mílanó gerði ég líka lookbook með SELF MADE, skotið nálægt Flórens, fallegt umhverfi og flott föt.
Vivienne Weswood !! Hvernig kom það til?
Í byrjun febrúar átti ég ferð til London sem átti fyrst bara að vera nokkrir dagar, ég ákvað að vera lengur til að reyna við casting hjá henni einu sönnu Vivienne Westwood ! Ég fór þangað og mátaði 3 lúkk og var nokkuð bjartsýnn um að fá þetta verkefni, svo liðu nokkrir dagar og daginn fyrir sýningu klukkan 21:00 um kvöld staðfestu þeir loksins við mig sýninguna, þetta var geggjuð tilfinning! Ég var mættur klukkan 6:00 morguninn eftir í undirbúning – hár og makeup. Það voru teknar myndir af mér í þremur lúkkum og svo var “presentation” þar sem ég stóð á kolli í klukkutíma á meðan blaðamenn og fleiri, skoðuðu og tóku myndir, Vivienne sjálf var á staðnum, ég fór heim klukkan 20:00 um kvöld, langur dagur sem gekk vel.
Skemmtilegasta verkefnið hingað til?
Ég hef mjög gaman af þessu almennt og þó verkefnin séu ólík þá er alltaf stuð. Ég verð samt að nefna Viviennne Westwood sem það skemmtilegasta hingað til.
Hvað er á döfinni?
Næstu verkefni sem ég veit af er að fara til London, Milan og vonandi Parísar í byrjun maí fyrir tískuvikurnar þar. Á Íslandi vinn ég síðan á leikskóla sem er einnig mjög gaman og gefandi – tveir gjörólíkir heimar.
Framtíðarsýn? Hvar verður Guðmundur Árni eftir 5 ár?
Ég ætla að reyna að halda áfram að sitja fyrir, eins lengi og ég get en líka finna út í leiðinni hvað ég vill læra í háskóla samhliða. Ef ég gæti stundað fjarnám og unnið meðhliða væri það frábært. Svo ætli draumastaða eftir 5 ár væri þá ekki búseta í New York eða París að módelast nokkuð stöðugt og á loka ári í háskóla.
Takk fyrir að leyfa okkur að kynnast þér Guðmundur Árni.
Áfram þú!
Áhugasamir geta fylgt honum á Instagram HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg