Draumateymi Íslands vann á dögunum myndaþátt fyrir Nostalgíu á Laugavegi.
Saga Sig tók myndir af Möttu í fatnaði frá íslensku vintage versluninni. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sá um stíliseringu.
Tilfinningin þegar maður finnur sína second hand gersemi og gefur henni nýtt líf er svo góð. Þér finnst eins og þú hafir verið að gera bestu kaup í heiminum með þessa einu flík sem er svo einstök.
Þar eru flíkurnar allar ólíkar og því er minni hætta á að mæta einhverjum eins klæddum á næsta horni. Ekki skemmir fyrir hvað það er náttúruvænt.
Myndirnar að neðan sýna að vintage getur líka verið hátíska. Þessar flíkur og aðrar svipaðar eru til í Nostalgíu núna –
Myndir: Saga Sig
Stílisti: Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir
Hár og förðun: Fríða María með MAC, Blue Lagoon skincare og label.m
Módel: Matta
Aðstoðarstílisti: Inga Harðar
Fagmannlega unnin myndaþáttur af Möttu í mörgum hlutverkum. Það er ekki oft sem verslunum tekst jafn vel til með lookbook. Ég er hrifin. Þetta er fashion. Áfram Ísland!
xx,-EG-.
Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg