fbpx

MUNUM 2018

LÍFIÐ

English Version Below

Á fyrsta degi 2018 gerði ég líklega bestu kaup ársins sem munu hjálpa mér mikið næstu mánuði. Hingað til hef ég haldið utan um lífið í tölvunni og ég mun nota dagbókina þar áfram þegar kemur að vissum málum. En með þessari nýju dagbók næ ég að setja mér skýrari markmið og krossa strax í eitt þeirra. Betra skipulag 2018!

Markmiðin þurfa ekki að vera stór og ef þau eru stór þá má vinna þau í litlum skrefum. Lífið hjá mér hefur í lengri tíma snúist um það að finna jafnvægið á milli fjölskyldu, vina og vinnu. Maður nær því jafnvægi með skipulagi.

Ég hef lengi lifað eftir þeirri sannfæringu að góðum hugmyndum eigi að hrinda í framkvæmd og með jákvæðni og trú geti allir náð sínum markmiðum. Bókina ætla ég að nýta mér fyrir skammtímamarkmið, mánuð fyrir mánuð. Þar er líf og lífstíll í aðalhlutverki þar sem markmiðin snúa t.d. að hreyfingu, vinnu og fjölskyldu.

MUNUM skoraði á mig að taka þátt og ég tek því fagnandi. Á einni viku sem ég hef notað þessa bók er ég strax betri og því skora líka á þig að vera með!

Útsýni alla daga –

Markmiðssetning er eitthvað sem ég hef ekki nægilega góða þekkingu á og ef þið eruð í sömu sporum hvað það varðar þá standa stúlkurnar á bakvið þessa bók fyrir viðburði í vikunni. Ég er mjög spennt að mæta!

Hvar: Gló Fákafeni
Hvenær: Miðvikudaginn 10. janúar
Klukkan hvað: 20-21:00
Meira: HÉR

//
My new planner, Munum, is also available in English: HERE

Vertu besta útgáfan af þér 2018.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TRENDNET 2018

Skrifa Innlegg