fbpx

MILEY CYRUS: ÞETTA FÍLA ÉG!

MUSIC

Söngkonan Miley Cyrus hefur aldeilis náð að hneyksla alþjóð síðustu vikur. En það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum netvæddum einstakling að hegðun hennar hefur farið versnandi með hverju atvikinu af fætur öðru.
Ég rakst á þetta á vafrinu í kvöld og jii minn eini hvað ég er glöð fyrir hennar hönd að þarna var um að ræða eðlilegt atriði. Ég er heilluð af nýrri útgáfu af laginu “We Can´t Stop.”  

Lagið var birt í Late Night with Jimmy Fallon og fær Cyrus þar félagsskap með hljómsveitinni The Roots, ásamt þáttastjórnandanum Jimmy.

Takk fyrir mig. Ég er búin að hlusta ansi oft á þetta í kvöld.

xx,-EG-.

XO

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Karen Lind

    10. October 2013

    Sammála, þetta hefur verið á repeat hjá mér… xx

  2. Agla

    11. October 2013

    Ég er sammála að þetta sé talsvert betra og siðsamlegra version af laginu.. en ég bara fæ illt í hjartað að hlusta á litlar 5 ára stelpur dást að átrúnaðargoðinu sínu og syngja hátt og snjallt með þessum ógeðslega texta :/ Það vita allir vel að hún er ekki að segja “Dancing with Miley” heldur “Dancing with Molly” og svo hryllir mig líka við “And everyone in line in the bathroom – trying to get a line in the bathroom” textanum.

    Og þess á milli talar hún um hvað maríjúana og molly séu fínir djammfélagar í fjölmiðlum. Æj nei…

    • Elísabet Gunnars

      11. October 2013

      Það er náttúrlega skelfilegt. Og í hreinskilni sagt þá hugsaði ég ekki mikið út í textann. Alveg glær hvað það varðar. Útgáfan er bara svo góð en ég er alls ekki að mæla með boðskap textans – síður en svo ! úff.

      • Agla

        12. October 2013

        Hehe já ég er sjálf mjög sek um það að dilla mér við einhver grípandi lög og fengið svo áfall þegar ég fer að rýna í textann :)