Góðan daginn.
Gunnar Manuel hefur leikið sér stanslaust í tvo klukkutíma og á meðan hef ég setið og drukkið heldur marga kaffibolla (bara eins og það á að vera á sunnudögum) – en líka skoðað og lesið þrjú viðtöl í sérstaklega fallegu Bo Bedre.
Og þess vegna elska ég sunnudaga.
Ég kaupi mér af og til tímarit, kippi þeim með á kassanum í búðinni þegar forsíðurnar kalla á mig. Það var einmitt tilefnið þegar janúar útgáfa af danska hönnunartímaritinu Bo Bedre var keypt. Það er svo róandi að lesa á pappír til tilbreytingar frá greinum á netinu (í tölvu og síma). Ég hef beðið spennt eftir að eiga svona stund, metime, en þó með ,,Mamma mía…” með ítölskum hreim í bakgrunninn, GM er að leika sér með Mario Bros á hliðarlínunni haha.
Forsíðan á þessu Bo Bedre blaði er alveg einstök en um er að ræða íslensk sumarhús á Þingvöllum sem hannað var af KRADS arkitektum fyrir hjónin Tinu Dickow og Helga Hrafn. Tina er ein þekktasta tónlistarkona Danmerkur en hefur búið á Íslandi í mörg ár.
Algjör draumur, mæli með. –
Myndir: Marino Thorlacius
Eigið góðan dag.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg