Það var svolítil synd að hafa ekki stoppað örlítið lengur í Barcelona borg. Í gærkvöldi þegar ég var stödd uppá flugvelli á leið heim á klakann var Mango með eina af stærri sýningum sínum fyrir haustið. Ég hefði alveg viljað vera á staðnum. Ég fylgdist með úr fjarska þar sem samskiptamiðlanrnir loguðu undir merkingunni #080mango. Í morgun horfði ég svo á sýninguna í heild sinni sem sýnd var í beinni frá Olympic Stadium á netinu
Þetta er það sem koma skal í haust. Ég bíð spennt!
Mango hefur tískuvæðst hratt síðustu árin og það er gaman að fá að fylgjast með þeirri þróun eftir lélegri ár hér áður fyrr – að mínu mati. Þeir eru ekki að flækja hlutina í haust og bjóða uppá svart, hvítt og grátt í flottum sniðum – eins basic og það gerist. Þeim tekst rosalega vel til með yfirhafnir en það sannast að mörgu leiti hér að ofan þar sem fimm ólíkar heilla mig mikið.
Mango er líka greinilega að treysta á markaðsmátt bloggara og hafa þeir boðið nokkrum þekktum nöfnum á sýninguna. Þið getið skoðað hvað nokkrar þeirra voru að brasa í Barcelona á Instgram – Andy Torres (@stylescrapbook). Amlul (@galagonzalez) og Carolina Engman – Fashionsquad (@carolinaengman).
Ég er reyndar líka ánægð með það sem er í boði í Mango núna og átti erfitt með að halda mig frá nokkrum flíkum sem urðu á endanum mínar. Sýni ykkur þær við betra tækifæri.
HÉR sjáið þið sýninguna í heild sinni.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg