fbpx

KEKB – ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA

KONUR ERU KONUM BESTAR

25. september klukkan 11:00 –  KEKB vol6 fer í sölu, ég hlakka til!

Það er eitthvað sérstaklega dýrmætt að byrja sölu þessa árs með mína litlu konu í maga. Verkefnið byrjaði auðvitað með það að leiðarljósi – við viljum hafa áhrif á næstu kynslóð kvenna –  tökum pláss – verum næs – höldum með hvor annarri – það er nóg pláss fyrir alla til að blómstra á mismunandi, eða sömu, sviðum samfélagsins.

Ég er virkilega ánægð með bolinn í ár en við fengum unga listamanninn kridola með okkur í lið að þessu sinni en hún er eigandi setningarinnar sem prýðir bolinn:

ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA

Setningin á svo vel við í okkar ágæta átaki sem snýst einmitt um það að við erum öll bara mannleg og að gera okkar allra besta í misjöfnum aðstæðum. Það er enginn með allt uppá 10 og þannig verður það áfram. Það er alltaf hægt að leggja áherslu á það jákvæða, koma fram við náungann að virðingu, velja að samgleðjast frekar en að sýna öfund, hrósa og styðja við bakið á næstu konu.
KEKB vol6: Aldís Pálsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Andrea Magnúsdóttir og Kristín Dóra Ólafsdóttir
Bolurinn í ár er með litlu mikilvægu setningunni að framanverðu og stærra letri og nýrri áminningu yfir allt bakið. Okkur finnst líka gaman að leika okkur með það hvernig við horfum á fram og bakhlið – allt má!
Það er alveg hreint ótrúlegt að  við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur  sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér. Við leggjum ótrúlega hart að okkur við verkefnið hvert ár og þetta er sú vinna sem gefur okkur hæstu og bestu launin, laun sem eru sko ekki í krónum talin. Við eruð ótrúega stoltar yfir þessu verkefni, hvernig það hefur vaxið og dafnað og svo þakklátar fyrir þann frábæra stuðning og meðbyr sem við fáum frá ykkur – kæru bestu konur.
Erfiðasta verkefnið ár hvert er líklega að velja bara eitt málefni til að leggja hjálparhönd. Í ár höfum við ákveðið að styrkja við Ljónshjarta, samtök til stuðnings ungs fólks (20-50 ára) sem misst hefur maka og börnum þeirra. Fyrri ár höfum við styrkt eftirfarandi málefni, öll jafn mikilvæg:

2017  –   Kvennaathvarfið | 1 milljón
2018  –   Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar | 1,9 milljónir
2019  –   KRAFTUR, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur | 3,7 milljónir
2020  –  Bjarkarhlíð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum | 6,8 milljónir
2021  –  Stígamót, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi | 4,5milljónir
2022 –  Ljónshjarta | 

Ár hvert fer allur ágóði af sölu bolanna til málefnisins og í ár erum við ánægðar að kynna Íslandsbanka sem nýjan bakhjarl. Bankinn mun leggja okkur lið við innkaup á bolum og því fer nánast hver einasta króna af hverjum bol í ár beint til Ljónshjarta. Takk Íslandsbanki fyrir þannan stuðning!

Tekið úr minni fyrstu KEKB færslu – sagan er enn sú sama – gott að minna sig á:

Um er að ræða hvíta stuttermaboli sem bera merkinguna: KONUR ERU KONUM BESTAR … hljómar það ekki miklu betur en þessi gamla leiðinlega lína sem við erum vanar að heyra?

Neikvæðni og slæmt umtal virðist vera orðið daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern sem er með orðum. Orð geta verið álög og þetta er eitthvað sem þarf að bæta og helst breyta. Við erum fyrirmyndir komandi kynslóða og þurfum að sýna meiri kærleik og virðingu gagnavart náunganum.

VOILÀ! KEKB 2022
Einungis í sölu online á konurerukonumbestar.com
Takmarkað magn í boði.

Eitt að lokum. Þetta með að vera góð fyrirmynd fyrir komandi kynslóð. Dætur okkar Andreu og Aldísar árið 2017 þegar við störtuðum verkefninu & aftur núna 2022. Sumir hafa stækkað smá en enn eru þetta konur sem við viljum að búi í jákvæðu og góðu samfélagi …

2017

2022

xx,-EG-.

B27 - BAÐHERBERGIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1