fbpx

JÖR

FÓLK

Íslenski fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson svarar loksins ósk minni um að hanna á konur. Jibbý!
En hann hefur verið að gera það gott hingað til með herrafata línum sínum – sinni eigin línu JÖR, ásamt þeirri sem hann hannaði fyrir Kormák og Skjöld.
Hann situr ekki auðum höndum þessa dagana því að ásamt því að vera á fullu að hanna fatalínur fyrir RFF þá ætlar hann sér að opna eigin verslun á sama tíma að Laugarvegi 89.

Ég var forvitin að heyra meira um við hverju mætti búast í komandi línu ..

Herra Jör vildi ekki gefa of mikið upp fyrir sýningarnar, en sagði að merkið JÖR væri í mótun bæði dömu og herra megin og myndi líklega færast yfir í að vera meira “fashion” með hverju seasoni. Í búðinni, sem opnar um miðjan mars samhliða RFF mun hann einnig bjóða uppá gott úrval af “casual” vöru undir sama merki. Haustlínuna sem hann sýnir á RFF verður svo að finna í versluninni í september.

Í sínu nýja blandaða collectioni er hann að vinna mikið með prentuð efni, bæði silkiprent og stafrænt.
,,Mystík og prison stemning verður yfir öllu collectioninu þar sem mikil áhersla verður á jakka, frakka, buxur og kjóla í línunum og auðvitað mikið af formlegum klæðnaði herramegin“, segir Guðmundur.

Hann talaði um að collectionið væri “concept collection” þar sem hann vinnur eina línu – herra og dömu, út frá sama hugarheimi og innblæstri. Hann hefur gaman af því að blanda saman línunni og að hans sögn heppnast það vel. ,,Mætti jafnvel segja að ég sé að leika mér að hafa stelpurnar strákalegar og strákana kvenlega”.
Þá segir hann línuna vera frekar dimma og skítuga.

Fyrir mína parta er komandi lína JÖR ein af þeim sem að ég bíð spenntust eftir að sjá á pöllum RFF hátíðarinnar í mars.

xxx,-EG-.

 

MEIRA MARC JACOBS

Skrifa Innlegg