Góðvinur minn Bob kom með nýja boli fyrir jólin og í dag klæðist ég einum þeirra –
Hirðljósmyndari BOB, Baldur Kristjáns, skaut nýtt lookbook fyrir merkið á dögunum og ég varð hrifnari af nýju bolunum í þessari bleiku birtu. Slippurinn er greinilega frábært umhverfi fyrir tískutökur. Módelið er rakarinn Ævar Østerby sem er einn af svalari rökurum landsins. Það sjáið þið sjálf hér að neðan.
Bob vinnur með UNICEF á Íslandi og með því að kaupa Bob vöru gefur þú eitt UNICEF-teppi sem er nauðsynlegt fyrir lítil börn í flóttamannabúðum þar sem kalt er í tjöldum um nætur. Höfum það bakvið eyrað þegar við kaupum BOB fyrir jólin – gjöfin verður svo miklu fallegri en bara fjárfesting í flottri flík.
Bolirnir eru til sölu í Húrra Reykjavik og á bobreykjavik.com og ég mæli auðvitað með því að sem flestir kaupi mjúkan pakka á sinn mann þar næstu daga.
Áfram Ísland!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg