fbpx

ÍSLENSK FRAMTÍÐ Í FATAHÖNNUN

FASHIONFÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Sex fatahönnunarnemar á síðasta ári frá Listaháskóla Íslands héldu glæsilega sýningu í Hafnarhúsinu fyrir helgi. Áður nefnt á blogginu hér.
Ég beið spennt við skjáinn strax eftir sýningu og hef því miður beðið síðan .. en lítið hefur birst á netinu fyrir þá sem ekki gátu mætt á staðinn.

Ég hafði samband við framtíðar fatahönnuðina og bað um þeirra upplifun á hönnun sinni. Einnig forvitnaðist ég um drauminn eftir útskrift?

Fatalínur stúlknanna sjáum við hér fyrir neðan.  Lookbook myndirnar tók Aníta Eldjárn.

_

Rakel Jónsdóttir

Línan
Kona um sextugt, hún hefur hvítt sítt hár, stíll hennar er áreynslulaus og töffaralegur. Hún vinnur við listir og þegar hún fær innblástur fyrir komandi verkum sínum vinnur hún dag og nótt þar til verkin eru tilbúin. Konan hefur komið sér fyrir í lítilli stúdíóíbúð í hjarta stórborgar þar sem hún hefur vinnuaðstöðu og heimili. Heimilið er fullt af ljósmyndum, málverkum og svolítilli óreiðu. Lykt af patchouli og upprúlluðum sígarettum fylla litlu íbúðina. Hún tekur lífinu ekki of alvarlega og á það til að vera kærulaus. Hún hefur með tímanum skapað sér ákveðið nafn fyrir framlag sitt til listaheimsins. Hún er oftar en ekki sjáanleg á menningarviðburðum þar sem hún hefur hentst út í síðum silkikjól, tjásulegum leðurjakka og á höndunum má sjá ummerki þess að hún sé listakona.
Þessi kona, þessi karakter var upphafið af útskriftarlínu minni.
Efnishugmyndir kviknuðu út frá ljósmynd af silki sem lá í olíubrák þar sem ólíkir contrastar mætast, það fallega, létta og næfurþunna á móti hinu þykka, grófa og dökka.

Draumurinn eftir útskrift?
Draumurinn er að komast í intern hjá flottu fyrirtæki og einn daginn stofna mitt eigið merki.

Myndir:

11911_10203603111141429_5455092630721886436_n-110287358_10203339109145956_894438664_n 10307008_10203339109265959_1199718476_n10323141_10203339109985977_1597499562_n10331696_10203339139186707_116140159_n

_
Áslaug Sigurðardóttir

Línan
Við hönnun línunnar var ég að velta mikið fyrir mér átökum milli ættbálka í Afríku og óeirðum almennt. Litadýrðin í fatnaði þeirra var mér mikill innblástur en lita pallettan er þó mun nútímalegri. Ég vissi frá upphafi að mig langaði að vinna með prjón og hekl. Tribal munstrið vildi ég færa inn i núið og tvinna saman íslensku ullina og bómull en efnin hafa mjög ólíka eiginleika sem gaman var að vinna með. Kyrrð vatnsins blandast síðan saman við þennan drunga með sterkri vísuninni í gamla gúmmí kafarabúninga. Formin og ýmis smáatriði í mörgum flíkunum koma einmitt þaðan. Á móti ýktum yfirhöfnunum og stóru ermunum eru klassísk snið sem róa niður stemninguna.

Draumurinn eftir útskrift?
Að sigra heiminn sem besta útgáfan af sjálfri mér. Vinna með fólki sem veitir mér innblástur og lifa góðu lífi.

Myndir:

lhi-fatahonnun_03 (1) lhi-fatahonnun_06 (1) lhi-fatahonnun_07 (1) lhi-fatahonnun_33 (1) lhi-fatahonnun_39 lhi-fatahonnun_42 lhi-fatahonnun_11 (1)

___

Svava Magdalena Arnarsdóttir

Línan
Áður en ég hannaði línuna mína bjó ég til karakter sem er Brasilísk eignkona og móðir á fertugsaldri og starfar í leyni sem mafíuforingi.. Hún fer afar leynt með störf sín og vill að sem fæstir viti af hennar iðju (og dulbýr sig sem viðskiptakvendi). Hún hefur fjölmarga á sínum snærum sem sjá um skítverkin, en á það til að skerast í leikinn þegar um umfangsmikið verkefni er að ræða.
Sem mafíuforingi þénar hún óhemju mikið magn af seðlum sem hún á erfitt með að eyða jafn fljótt og þeir hlaðast inn. Því hefur hún hefur lagt á það ráð að byggja upp kirkjur, skóla og heimili fyrir munaðalausa. Með gjafmildi sinni hefur hún verið tekin í dýrlingatölu hjá fólki og fylgjendum.
Hún hefur mikinn áhuga á því að klæðast fáguðum, þægilegum og djörfum fatnaði með smá pönk tvisti. Flíkur hennar samanstanda úr lúxusefnum sem eru reimaðar saman, reimarnar á yfirborðinu gefa til kynna fallegar rykkingar, og túlka þær einnig alla þá skítugu skítverk sem finnst í mafíunni og líkja þær til krufninga á fólki sem hafa fallið frá í sökum klíkunnar.

Draumurinn eftir útskrift?
Að fá fasta vinnu hjá flottum hönnuði annað hvort í París eða New York og hafa möguleika að geta fengið að ferðast um heiminn þess á milli í vinnuferðum.

Myndir:

-gFcwRgYsSEJiQcF_yqXRDK2NQ-uPTTn50y-EKhPOVw GzKkAt39FyPsqN9NL5T6nkuUMc1J-7XMBHGIW9Oa41k IMG_7895 IMG_7912 Qlu2-JxkCujKxxFT5E3Vyfc4nRZrdbe1O81vWkRzyyg IMG_7914_

Ragna Bjarnadóttir

Línan
Línan er mjög framtíðarmiðuð. Ég bjó til ímynd af konu sem býr ekki einu sinni á jörðinni heldur í geimstöð eða á annari plánetu. Ég notaði sem minnst af klassískum tilvísunum í fötin, engir hefðbundnir kragar, engar venjulegar skyrtur og bjó til annars konar framtíðar klassík. Sniðin virðast einföld og bein en það fóru samt miklar pælingar í brotin og að láta þau koma rétt út. Ég vildi að öll efnin væru náttúruleg en samt tæknileg. Áferðirnar eru tæknilegar, silfurhúðin á lambaleðrinu, ull ofin í tæknilegt munstur, prentið sem ég hannaði gerir allt mjög stafrænt. Tvö efnanna eru eins og pappír og eru brotin eins og í japanskri pappírslist sem ég hef alltaf haft mikinn áhuga á. Ég skoðaði mikið framtíðarútópíubíómyndir, sérstaklega frá sjöunda áratugnum, pappírslist, listakonurnar Tara Donovan og Lucy McRae og hönnun og hugarheim Rei Kawakubo.
Bleiki liturinn sem er ráðandi kom mjög á óvart og ég er engan veginn bleik manneskja, held ég eigi einn bleikan kjól, og líkar ekkert sérstaklega við bleikann þar sem hann er svo kynjaður. Hann kom inn í þegar ég prófaði að hafa fyrsta átfittið bleikt og mér líkaði mjög hvað liturinn var engan veginn væminn eða stelpulegur. Mér fannst það mjög spennandi að nota bleikann en gera hann töff og harðan. Það átti ekkert að vera stelpulegt, viðkvæmt, væmið eða krúttlegt við þessa línu og mér finnst mér hafa tekist mjög vel til. 

Draumurinn eftir útskrift?
Draumurinn eftir útskrift er í rauninni ekkert merkilegri en það að mig langar að hafa fatahönnun að aðalvinnu og lifa á henni, hvort sem það er með mitt eigið merki eða hjá stóru hönnunarfyrirtæki. Norðurlöndin, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur heilla mig mjög mikið og alls konar í boði þar svo það er á langtímaplaninu. Mig langar að fara í mastersnám en ekki alveg strax samt, langar aðeins að finna mér mína hillu áður en ég sérhæfi mig meira. Annars er framtíðin bara spennandi og strax farin að koma smá verkefni.

Myndir:

10268494_728780153809027_6872122783797792252_n DcJWVeevt4NAn2pPJEVu1dbWGPztqFtjw3OcjjRUlrc lhi-fatahonnun_18 lhi-fatahonnun_31 lhi-fatahonnun_05 lhi-fatahonnun_25 lhi-fatahonnun_04
_

Drífa Thoroddsen

Línan
“Harðkjarna geim scifi back to earth. Stór og kósí form (back to earth) í bland við þau stirðu og sterílu (geim scifi) og næs og mjúk efni (ull og silki) á móti vínyl. Þetta sama concept kemur fram í munstrinu, kósí mjúkir forsögulegir loðfílar blandað við tryllt háhýsi.”

Draumurinn eftir útskrift?
Halda áfram að gera flippaða og skemmtilega hluti og vonast eftir að fá fyrir laun í vinnunni sem ég legg í þá.

Myndir:

drifa7 drifa4 drifa6 drifa1 drifa3

_

Berglind Óskarsdóttir

Línan
Lúxus, fágun og kynþokki. Tígurleg og tignarleg gengur hún um og daðrar við umhverfið. Hún elskar athyglina.
Glæsileiki ræður ríkjum í línunni sem meðal annars er  innblásin er af  tímalausum ljósmyndum Helmut Newton.
Í ljósmyndum þessum er konan sýnd sem kraftmikil, örugg og sterk. Hvort sem líkami hennar er nakin eða fullklæddur í fallegar flíkur.
Sú kona veitti mér innblástur, og er það sú kona sem ég hanna fyrir, hún er sjálfstæð og óhrædd við að skara fram úr fjöldanum.
Glæsilegur klæðskurður og óhefðbundin snið með japönskum áhrifum mætast og sameina krafta sína við gerð flíkanna.  Efnavalið var mikilvægt í ferlinu og eingöngu voru notuð vönduð efni, sem
endurspeglaði áherslu mína á endingargildi fatnaðarins.

Draumur eftir útskrift?
Draumurinn er að fá í starf hjá virtu tískuhúsi og öðlast meiri reynslu í því sem ég hef verið að mennta mig í. Einnig væri draumur að fara í meira nám erlendis.

Myndir:
10312066_10203339349191957_1990105470_n10311958_10203337914036079_1162976184_n10323151_10203337919156207_486754125_n 10299211_10203337922876300_1292326929_n 10318619_10203337923116306_329687043_n

Takk flottu stelpur fyrir að gefa ykkur tíma í spjall. Til hamingju með útskriftalínurnar – hlakka til að fylgjast með ykkur í framtíðinni!

xx,-EG-.

ORÐ

Skrifa Innlegg