Förðunarsnillingurinn Ísak Freyr opnaði nýja vefsíðu í vikunni, iskakfreyr.com. Ísak er ótrúlega vinnusamur og hefur svo sannarlega unnið fyrir sinni velgengni, en í dag er hann búsettur í London þar sem hann hefur nóg að gera í sínu fagi. Ef það eru ekki tískuþættir fyrir hin ýmsu tímarit þá eru stjörnurnar á hælunum á honum fyrir rauða dregilinn. Þegar ég fletti í gegnum síðuna hans í gærkvöldi náði ég að gleyma mér í fallegum myndum. Þið sjáið hvers vegna hér fyrir neðan.
Þrjár spurningar á Ísak –
Lengi i bransanum?
Ég er búinn ad vera 7 ár í bransanum síðan ég útskrifaðist frá faginu árið 2007.
Uppáhalds verkefni?
Það var án efa Crepusculum eftir Gabríelu Friðriksdóttir. Þá fórum við saman í hóp, Gabríela, Hrafnhildur Hólmgeirs, Sigga Boston, Erna Ómars og fleiri til Vestfjarða í viku að skjóta verkið hennar Gabríelu. Mun aldrei gleyma þeirri draumaferð. Opnaði nýjar víddir fyrir mér.
Draumajobbið?
Draumajobbið væri að gera verkið sem ég er að skrifa handritið af að veruleika. Það mun gerast.
I LOVE FAKE MAGAZINE
COCO DE MER
Ísak er góður vinur ljósmyndarans Sögu Sig og hefur unnið mikið með henni. Hún uppfærði sína vefsíðu nýlega, sagasig.com fyrir áhugasama.
ID-online
Þetta er aðeins brot af þeim verkefnum sem Ísak hefur verið með fingurnar í. En meira getið þið skoðað: HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg