fbpx

INNAN UNDIR

INSPIRATIONSHOP

11026759_10152760080287568_1534044249_n

 Í einum af jólapökkunum leyndust þessi fallegu undirföt. Ég hafði áður lýst yfir hrifningu minni á þeim (hér) þegar þau lentu í verslun JÖR á Laugavegi. Ég ætlaði ekki endilega að deila þeim aftur á bloggið en ég kemst eiginlega ekki hjá því eftir að auglýsingar frá merkinu hafa endurtekið heillað mig. JÖR hefur deilt nokkrum myndum frá undirfatamerkinu á samskiptamiðla sína og ég verð í kjölfarið að sýna ykkur þær líka. Ég tek ofan fyrir svona birtingum í tískuheiminum í dag og vill fá að sjá miklu meira af allskonar líkamsvexti í fronti merkjanna – hvað þá hjá undirfatamerki.

Fögnum fegurð í öllum myndum. Lonely Lingerie virðast alveg vera með þetta!

11047154_10152760070647568_1111217182_n 10393877_423560294463393_2945894508308262437_n-1
Er ekki sagt að vorið komi í mars? Ég bíð spennt eftir hækkandi tölu á hitamælinum. Þessar selja mér hugmyndina á að leyfa nærfötin á ströndinni í sumar.

Ný(leg) í minn fataskáp.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Skrifa Innlegg