fbpx

INDISKA

SHOP

Þegar að ég var búsett í Svíþjóð þá lá leið mín mjög reglulega í verslunina Indiska. Indiska er sænsk verslun sem að selur fatnað, skart og búsáhöld og leggur áherslu á indverska upplifun. Þrátt fyrir indverska upplifun þá eru vörurnar hannaðar af sænska fyrirtækinu sem að gefur þeim örlítið meiri skandinavískan stíl.

Þann 8.maí opnar verslunin á Íslandi, nánar tiltekið í Kringlunni beint á móti Mýrinni og Tiger.
Af því tilefni tók ég saman mínar langanir frá vefsíðunni fyrir ykkur að skoða áður en að þið kíkið svo sjálf í heimsókn í næstu viku.

Mig langar ..

Untitled 2 Untitled 3 Untitled 5 Untitled 6 Untitled 7 Untitled 8 Untitled 10 Untitled 11 Untitled 12 Untitled 13 Untitled 14 Untitled 15 Untitled 17 Untitled 18

Í sænska landinu heimsótti ég verslunina aðalega í þeim tilgangi að finna þar fallegt skart og eigum við vinkonurnar því nokkrar festarnar þaðan.
Einnig eru búsáhöldin sjarmerandi í allavega litum og munstrum.
Það sem að er svo skemmtilegt við Indiska er að þar finna allir eitthvað við sitt hæfi þori ég að fullyrða.

xx,-EG-.

BOÐIÐ Í BURGER

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Lilja Rún

  2. May 2013

  Ohhh ég man sko vel eftir Indiska í Uppsala. Á meðal annars mjög skrautlegan og skemmtilegan kertastjaka þaðan. Hlakka mikið til að kíkja á búðina hér heima :)

  • Elísabet Gunnars

   2. May 2013

   Það verður yndislegt að hafa þessa viðbót á klakanum. :)