fbpx

Ice Bucket Challenge: FASHIONISTUR

ALMENNTFÓLK

Hin geysivinsæla Ice Bucket Challenge hefur heldur betur virkað vel síðustu vikurnar. Ótrúlegasta fólk hefur tekið þátt með því að ausa ís­vatni úr fötu yfir haus­inn á sér og birta af því myndbönd á veraldarvefnum. Hér sjáið þið nokkur dæmi um erlendar fashionistur sem tekið hafa þátt. Ritstýra Vogue, Anna Wintour og sjálf Victoria Becham eru þar dæmi um stór nöfn í þessum heimi.

Frábær svipbrigði og ólík viðbrögð milli manna.

Sarah Jessica Parker



Victoria Beckham

Anna Wintour

Donatella Versace

Jean Paul Gaultier

Tom Ford

Kate Moss

Stella McCartney (með Chris Martin)

Áskorunin var sett af stað með það að markmiði að vekja at­hygli á sjúk­dómn­um ALS eða MND sem er tauga­hrörn­un­ar­sjúk­dóm­ur. Ég rakst á frétt á Mbl fyrir helgi þar sem rætt var við ungan strák frá Ísafirði sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar MND samtökunum á Íslandi HÉR. Það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu vel hann náði markmiði sínu. Síðustu daga hefur áskorunin fært sig til Íslands og því vonandi að meiri upphæð safnist í samtökin hérlendis.

Flott framtak sem mikilvægt er að muna fyrir hvað það stendur.

xx,-EG-.

LANGAR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Anonymous

    27. August 2014

    Þessi samtök heita MND :)

  2. Maren

    27. August 2014

    Sjúkdómurinn kallast MND (Motor Neurone Disease), ekki MSN ;)

  3. Sæunn

    28. August 2014

    Undir hvaða steini hef ég sofið? Er AW hætt að ritstýra Vogue? Ég reyndi að googla en finn ekkert því til staðfestingar.